24 Apríl 2015 10:40
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúar mánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 641 tilkynning um hegningarlagabrot í febrúar. Það sem af er ári hefur lögreglu borist álíka margar tilkynningar um hegningarlagabrot og á sama tímabili á síðasta ári. Tilkynnt var um 95 ofbeldisbrot í mars, en lögreglu hefur ekki borist eins margar tilkynningar í einum mánuði síðan í maí 2009. Fjölgunin skýrist að einhverju leyti af nýju verklagi lögreglu við skráningu á heimilisofbeldismálum. Skráðar voru 35 tilkynningar um nytjastuld á vélknúnum farartækjum í mars og fækkar þeim tilkynningum á milli mánaða. Lögreglu hafa þó ekki borist eins margar tilkynningar um nytjastuld á fyrstu þremur mánuðum ársins síðan samræmdar skráningar hófust hjá lögreglu árið 1999.