16 Apríl 2015 15:04
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í reiðhjólaverslun í Kópavogi um páskana, en í því var m.a. stolið lítilli sendibifreið, á annan tug reiðhjóla, reiðhjólahjálmum og verkfærum. Ökutækið og hluti reiðhjólanna eru komin í leitirnar, auk reiðhjóla úr öðrum þjófnaðarmálum, og því ljóst að þjófarnir hafa verið stórtækir. Tveir karlar, annar á fertugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir vegna málsins, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Í þágu rannsóknarinnar voru framkvæmdar allmargar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu, en í þeim var m.a. lagt hald á á þriðja tug reiðhjóla, sem flest eru ný, en verðmæti þess sem stolið var skiptir milljónum.