15 Apríl 2015 16:28
Brot 3 ökumanna voru mynduð í Arnarsmára í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarsmára í vesturátt, á móts við Arnarsmára 20. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru reyndar aðeins 7 ökutæki þessa akstursleið. Hinir brotlegu mældust á 40, 41 og 50 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði.
Vöktun lögreglunnar í Arnarsmára er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.