15 Febrúar 2003 12:00
Aðfaranótt laugardagsins 15. febrúar 2003 á tímabilinu frá kl.23:00-08:00 varð nokkurt tjón á öflugu skyggni sem er yfir eldsneytisdælum frá ESSO við Þjónustumiðstöðina Hlíðarenda á Hvolsvelli. Að öllum líkindum hefur ökutæki með einhvert háfermi verið ekið innundir skyggnið að vestan verðu með þeim afleiðingum að talsvert sér á skyggninu. Ekki er útilokað að flutningabifreið með t.d. vinnuvél á vagni hafi átt þarna hlut að máli. Lögreglan Hvolsvelli biður alla þá sem búa yfir einhverri vitneskju varðandi þetta tjón að hafa samband í síma 488 4111.