2 Mars 2015 13:44

Það er gaman að eignast nýjan bíl en því fylgir einnig sú kvöð að læra vel á búnað bifreiðarinnar, sérstaklega ljósabúnað. Töluvert er um nýleg ökutæki sem ekki eru með logandi afturljós, jafnvel þótt skyggni eða birta séu af skornum skammti.
Í flestum tilvikum er ástæða ljósaleysisins sú að ökumaður hefur ekki ræst aðalljós bifreiðarinnar eða að skynjarar sem eiga að gera það, gera það ekki.
Við biðjum því ökumenn nýrra bifreiða að fullvissa sig um að ljós logi, eins og krafa er um, td.með því að stoppa fyrir utan stóra búðarglugga og spegla afturljósin í gluggunum. Þannig má sjá strax hvort að allur ljósabúnaður logi eins og hann á að gera, eða hvort að breyta þurfi stillingum bíls eða jafnvel ökumanns.

export