12 Febrúar 2015 16:02
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók Toyota Land Cruiser bifreið, dökkri að lit, þann 27.1.sl.um hádegisbil við heilsugæsluna í Árbæ. Þar hafði maður dottið í hálku og varð fótur hans undir bifreiðinni. Ekki er víst að ökumaður hafi orðið þess var, en bifreiðinni var ekið strax af vettvangi. Lögreglunni var tilkynnt um málið og kom á vettvang.
Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar um málið í tölvupósti á netfangið Einar.asbjornsson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.