28 Janúar 2015 18:00
Ekkert lát er á stöðubrotum á höfuðborgarsvæðinu, en í gær og fyrradag hafði lögreglan afskipti af fimmtíu ökutækjum sem öllum var lagt ólöglega í umdæminu. Lögreglan hvetur ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr. Fyrirhugað er að hækka sekt vegna stöðubrots um 100% og verður athyglisvert að sjá hvort það dregur úr stöðubrotum.