2 Janúar 2014 15:00
Samkvæmt tölum lögreglu árið 2012 varð að meðaltali eitt umferðarslys á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem meiðsl urðu á vegfarendum. Í ljósi þess að slík óhöpp má í mörgum tilvikum rekja til hraðaksturs, of stutts bils milli ökutækja eða annarrar óaðgæslu í umferð, er spurning hvort hægt sé að fækka þessum slysum með samstilltu átaki.
Væri það til að mynda verðugt markmið að fækka slysum um helming, niður í eitt slys annan hvern dag á þessu ári? Að gera þá kröfu að hver ökumaður geri sitt svo aðrir megi komast heilir heim?
Er það þess virði að reyna?
Lögreglan mun, með ofangreint markmið í huga, kynna vikulega upplýsingar um fjölda slysa og bera saman við markmiðið, fara yfir mögulegar ástæður þeirra og eftir atvikum hvort og þá hvaða ráðstafanir gætu dugað til að koma í veg fyrir samskonar slys.
Markmiðið er sem sé að fækka umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu um helming árið 2013 miðað við síðasta ár.
Ert þú til?