8 Desember 2014 14:01
Stormur eða rok gengur yfir landið
Suðaustan stormur eða rok (20-28 m/s) gengur yfir landið í kvöld (mánudag) og nótt, fyrst SV- og V-lands með snjókomu eða slyddu. Búast má við miklum vindhviðum við fjöll (40-50 m/s). Þessu fylgir talsverð úrkoma S- og V-lands og jafnvel mikil á SA-landi.
Höfuðborgarsvæðið – horfur næsta sólarhringinn
Vaxandi suðaustan átt og snjókoma, 20-28 og slydda eða rigning í kvöld og hlánar. Snýst í suðvestan 8-13 upp úr miðnætti með éljum. Heldur hægari síðdegis á morgun og vægt frost.
Heimild: Veðurstofa Íslands