29 Nóvember 2024 10:17

Vikulegar samantektir um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu er að finna á lögregluvefnum. Síðasta vika var með allra skásta móti í þeim efnum, en 2 umferðarslys voru þá tilkynnt til lögreglu og í þeim slösuðust 2 vegfarendur. Til samanburðar urðu samtals 43 umferðarslys fjórar vikurnar þar á undan, eða tímabilið 20.október til 16. nóvember. Og í þeim slösuðust 56 vegfarendur, eða að meðaltali 14 á viku á umræddu tímabili. Það er tölfræði sem við viljum ekki að endurtaki sig.

Förum varlega í umferðinni – alltaf og alls staðar.