29 Október 2024 18:11
Norðurlandaráðsþingið hélt áfram í Reykjavík í dag og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Um er að ræða eitt af stærri löggæsluverkefnum sem íslenska lögreglan hefur tekist á hendur, en um 300 lögreglumenn frá flestum lögregluembættum landsins standa vaktina á meðan þinginu stendur. Tekist er á við verkefnið með bros á vör, en mikil og góð samvinna er alls ráðandi hjá lögreglumönnum, nú sem fyrr, og allir leggjast á eitt. Almenningi eru færðar þakkir fyrir góðan skilning á þeim götulokunum sem halda hefur þurft út, en þeim verður öllum aflétt kl. 16 á morgun, miðvikudag. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá störfum lögreglunnar.