3 Apríl 2007 12:00
Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flest voru þau minniháttar og ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. Hinsvegar er ljóst að eignatjón er nokkurt. Í sex tilfellum var um afstungu að ræða.
Flest óhöppin urðu um hádegisbil, frá hálftólf til hálftvö, eða tíu. Ámóta mörg óhöpp urðu síðdegis frá hálffimm til hálfsjö, eða níu. Tuttugu og tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt í Reykjavík, þrjú í Kópavogi, tvö í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ.