8 Nóvember 2022 14:54
Enn vefst fyrir ökumönnum að leggja löglega á höfuðborgarsvæðinu, en um helgina voru höfð afskipti af um 200 ökutækjum í Reykjavík, sem öllum var lagt ólöglega. Eigenda/umráðamanna þeirra bíður nú 10 þúsund kr. sekt fyrir stöðubrot og í sumum tilvikum 20 þúsund kr. sekt, en hærri sektina fá þeir sem lögðu í stæði sérmerktum fötluðum, án þess að hafa til þess heimild, en um það voru því miður líka dæmi um helgina. Brotin áttu sér stað á ýmsum stöðum í borginni, m.a. í Laugardal eins og áður hefur komið fram. Þar er samt að finna mikinn fjölda bílastæða á svæðinu, en mörg þeirra eru vannýtt og svo var um einnig helgina.