10 Febrúar 2005 12:00
Á morgun verður í fyrsta sinn haldinn svonefndur 112 dagur á Íslandi. Af því tilefni verður opið hús á lögreglustöðinni á Selfossi frá kl. 14:00 og eitthvað fram eftir degi.
Brunavarnir Árnessýslu, og Björgunarfélag Árborgar munu ásamt lögreglu verða með tæki og tól til sýnis á bifreiðastæðinu bak við lögreglustöðina.