Lögreglan á Vestfjörðum Jafnréttisáætlun embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum

Meginmarkmið áætlunarinnar er að koma á og viðhaldi jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna stöðu þeirra innan embættisins. Samþætta skal jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun, áætlanagerð og ákvarðanatöku hjá embættinu.

 

Gildissvið
Jafnréttisáætlun þessi tekur til allra starfsmanna, óháð starfsstöð, embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum í samræmi við 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

 

Starfsmarkmið og leiðir

Stöðuveitingar, starfsaðstæður, starfsþjálfun og endurmenntun

Starfsmarkmið:
Unnið skal markvisst að því að jafna hlutfall kynja hjá embættinu, bæði í almennum störfum og stjórnunar- og ábyrgðarstörfum.

Gæta skal að því að sjónarmið beggja kynja komi fram í tengslum við stefnumótun og ákvarðanatöku.

Tryggt skal að að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Leiðir:
Öll störf skulu auglýst laus til umsóknar nema að um sé að ræða tímabundið starf.

Í auglýsingu skulu konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starf. Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýst starf, skal sá af því kyni sem er í minnihluta, að öllu jöfnu ganga fyrir í ráðningu.

Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og ákvarðanir á starfsaðstæðum skal þess gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis.

Gera skal símenntunaráætlun fyrir alla starfsmenn í tengslum við árleg starfsmannasamtöl. Greina skal hverjir sækja sér endur- og símenntun. Símenntunaráætlanir liggi fyrir í lok janúar ár hvert.

 

Launa- og kjaramál

Starfsmarkmið:
Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Leiðir:
Kjara- og stofnanasamningar eru grundvöllur að ákvörðun launa og annarra greiðslna.

Árleg yfirferð launa með tilliti til grunnlaunaröðunar og annarra fastra greiðslna. Yfirferð skal lokið í nóvember ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstkomandi ár.

 

Samræming atvinnu- og fjölskyldulífs

Starfsmarkmið:
Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Leiðir:
Skoða skal möguleika á sveigjanleika, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu í samræmi við þarfir og óskir starfsmanna (sem koma fram í starfsmannasamtali eða á öðrum tímum) eftir því sem við verður komið.

Stjórnendur skulu hvetja starfsmenn, óháð kyni, til að taka jafna ábyrgð á fjölskyldu og heimili í tengslum við fæðingarorlof og veikindi barna.

 

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni og einelti

Starfsmarkmið:
Tryggt skal að kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni svo og einelti verði ekki liðin innan embættisins.

Leiðir:
Ef upp koma mál tengd kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri og eða kynbundinni áreitni eða einelti skal grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við rgl. nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni, og ofbeldi á vinnustöðum og verklagsreglur Ríkislögreglustjóra. Alvarlegum tilvikum skal beint til fagteymis Ríkislögreglustjóra.

Fræða skal starfsfólk í forvarnaskyni um rgl. nr. 1009/2015, 22. gr. jafnréttislaga og ákvæði almennra hegningarlaga sem fjalla um viðfangsefnið.  Skal slík fræðsla fara fram  a.m.k. annað hvert ár.

Framkvæma skal árlega viðhorfskönnun eða rýni á meðal starfsmanna þar sem spurt er um kynbundið ofbeldi, kynferðislega og eða kynbundna áreitni og einelti. Viðhorfskönnun eða rýni fer fram samhliða töku starfsmannasamtala í desember ár hvert.

 

Ábyrgð og framkvæmd jafnréttisstarfs hjá embættinu

Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttisáætlunar embættisins.

Hjá embættinu starfar jafnréttisfulltrúi. Hlutverk hans er að vinna að jafnréttismálum innan embættisins og að vera starfsfólki til aðstoðar og ráðgjafar. Jafnréttisfulltrúi gætir þess að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir, að hún sé kynnt fyrir starfsfólki og endurskoðuð reglulega. Jafnréttisfulltrúi fylgist með jafnréttisumræðu og tekur þátt í samstarfi vegna jafnréttismála, innan og utan embættis. Hann vinnur að forvörnum tengt kynbundnu misrétti, kynferðislegri áreitni eða einelti innan embættisins og kemur eftir atvikum að úrlausn slíkra mála.

 

Jafnréttisáætlun þessi var samþykkt 5. janúar 2022 og tekur þegar gildi. Áætlun þessa skal endurskoða eigi síðar en í lok árs 2024.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Þá mega jólin koma.

Lögreglumenn á Ísafirði fengu í morgun góða gesti. Dúetinn Hjalti og Muggi hafa heimsótt lögreglumenn á Ísafirði í á annan áratug rétt fyrir jólin.

Þeir hafa haft gítarana sína með sér og sungið nokkur jólalög, að þeirra sögn til að lögreglan komist í jólaskap, sem sannarlega gerist.

Þeir þáðu heitt súkkulaði og smákökur við þetta tækifæri.

Lögreglumenn eru þakklátir fyrir þennan áratugalanga vinskap og hlýhug félaganna.
... Sjá meiraSjá minna

Þá mega jólin koma.

Lögreglumenn á Ísafirði fengu í morgun góða gesti.  Dúetinn Hjalti og Muggi hafa heimsótt lögreglumenn á Ísafirði í á annan áratug rétt fyrir jólin.  

Þeir hafa haft gítarana sína með sér og sungið nokkur jólalög, að þeirra sögn til að lögreglan komist í jólaskap, sem sannarlega gerist.

Þeir þáðu heitt súkkulaði og smákökur við þetta tækifæri.

Lögreglumenn eru þakklátir fyrir þennan áratugalanga vinskap og hlýhug félaganna.

12 CommentsComment on Facebook

Glæsilegt hjá strákunum 👍😘

Gerast ekki betri á eyrinni

Illa svalir 🧸😎

Dásamlegir báðir tveir. Einstök vinátta þarna á ferð ❤️

Ómetanlegt🥰

View more comments

Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.

Síðast var vitað um ferðir Áslaugar sunnudaginn 8. desember sl. Bifreið hennar fannst, mannlaus, á veginum rétt utan við þorpið á Tálknafirði, skammt frá flæðamálinu.

Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti.

Leitinni, sem hefur verið mjög umfangsmikil og nákvæm, hefur verið hætt um sinn. Henni mun þó verða fram haldið en þó með minna sniði.

Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 6 og lögreglan á Vestfjörðum vilja færa þakkir til allra viðbragðsaðila á Vestfjörðum sem tóku þátt í leitaraðgerðunum. En ekki síður er þeim viðbragðsaðilum sem komu lengra að færðar sérstakar þakkir. Þá er forsvarsfólki fyrirtækja á svæðinu færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag, t.d. í formi vinnuframlags starfsfólks, láni á bátum, búnaði, húsnæði, hráefni til matargerðar og fl.

Þá unnu slysavarnakonur á svæðinu mikilvægt verkefni, en það var að sinna matseld fyrir alla þáttakendur leitarinnar. En þegar mest var munu um 100 manns hafa unnið að leitinni síðustu daga.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur verið í sambandi við fjölskyldu Áslaugar undanfarna daga og upplýst um framvindu aðgerðanna. Hugur viðbragðsaðila er hjá ástvinum Áslaugar og öðrum ættingjum.
... Sjá meiraSjá minna

35 CommentsComment on Facebook

<3

❤️

❤️

❤️🙏

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram