Lögreglan á Vestfjörðum Jafnréttisáætlun embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum

Meginmarkmið áætlunarinnar er að koma á og viðhaldi jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna stöðu þeirra innan embættisins. Samþætta skal jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun, áætlanagerð og ákvarðanatöku hjá embættinu.

 

Gildissvið
Jafnréttisáætlun þessi tekur til allra starfsmanna, óháð starfsstöð, embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum í samræmi við 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

 

Starfsmarkmið og leiðir

Stöðuveitingar, starfsaðstæður, starfsþjálfun og endurmenntun

Starfsmarkmið:
Unnið skal markvisst að því að jafna hlutfall kynja hjá embættinu, bæði í almennum störfum og stjórnunar- og ábyrgðarstörfum.

Gæta skal að því að sjónarmið beggja kynja komi fram í tengslum við stefnumótun og ákvarðanatöku.

Tryggt skal að að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Leiðir:
Öll störf skulu auglýst laus til umsóknar nema að um sé að ræða tímabundið starf.

Í auglýsingu skulu konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starf. Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýst starf, skal sá af því kyni sem er í minnihluta, að öllu jöfnu ganga fyrir í ráðningu.

Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og ákvarðanir á starfsaðstæðum skal þess gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis.

Gera skal símenntunaráætlun fyrir alla starfsmenn í tengslum við árleg starfsmannasamtöl. Greina skal hverjir sækja sér endur- og símenntun. Símenntunaráætlanir liggi fyrir í lok janúar ár hvert.

 

Launa- og kjaramál

Starfsmarkmið:
Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Leiðir:
Kjara- og stofnanasamningar eru grundvöllur að ákvörðun launa og annarra greiðslna.

Árleg yfirferð launa með tilliti til grunnlaunaröðunar og annarra fastra greiðslna. Yfirferð skal lokið í nóvember ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstkomandi ár.

 

Samræming atvinnu- og fjölskyldulífs

Starfsmarkmið:
Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Leiðir:
Skoða skal möguleika á sveigjanleika, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu í samræmi við þarfir og óskir starfsmanna (sem koma fram í starfsmannasamtali eða á öðrum tímum) eftir því sem við verður komið.

Stjórnendur skulu hvetja starfsmenn, óháð kyni, til að taka jafna ábyrgð á fjölskyldu og heimili í tengslum við fæðingarorlof og veikindi barna.

 

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni og einelti

Starfsmarkmið:
Tryggt skal að kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni svo og einelti verði ekki liðin innan embættisins.

Leiðir:
Ef upp koma mál tengd kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri og eða kynbundinni áreitni eða einelti skal grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við rgl. nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni, og ofbeldi á vinnustöðum og verklagsreglur Ríkislögreglustjóra. Alvarlegum tilvikum skal beint til fagteymis Ríkislögreglustjóra.

Fræða skal starfsfólk í forvarnaskyni um rgl. nr. 1009/2015, 22. gr. jafnréttislaga og ákvæði almennra hegningarlaga sem fjalla um viðfangsefnið.  Skal slík fræðsla fara fram  a.m.k. annað hvert ár.

Framkvæma skal árlega viðhorfskönnun eða rýni á meðal starfsmanna þar sem spurt er um kynbundið ofbeldi, kynferðislega og eða kynbundna áreitni og einelti. Viðhorfskönnun eða rýni fer fram samhliða töku starfsmannasamtala í desember ár hvert.

 

Ábyrgð og framkvæmd jafnréttisstarfs hjá embættinu

Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttisáætlunar embættisins.

Hjá embættinu starfar jafnréttisfulltrúi. Hlutverk hans er að vinna að jafnréttismálum innan embættisins og að vera starfsfólki til aðstoðar og ráðgjafar. Jafnréttisfulltrúi gætir þess að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir, að hún sé kynnt fyrir starfsfólki og endurskoðuð reglulega. Jafnréttisfulltrúi fylgist með jafnréttisumræðu og tekur þátt í samstarfi vegna jafnréttismála, innan og utan embættis. Hann vinnur að forvörnum tengt kynbundnu misrétti, kynferðislegri áreitni eða einelti innan embættisins og kemur eftir atvikum að úrlausn slíkra mála.

 

Jafnréttisáætlun þessi var samþykkt 5. janúar 2022 og tekur þegar gildi. Áætlun þessa skal endurskoða eigi síðar en í lok árs 2024.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst.

Veðuraðstæður og veðurspá fyrir Vestfirði hafa batnað. Nú hefur kólnað í veðri og úrkoma breyst í snjó. Snjóföl virðist vera yfir öllum Vestfjörðum núna eftir nóttina.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt þó gul veðurviðvörun sé í gildi fram eftir degi á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum og síðan áfram á Ströndum.

Áfram heldur Vegagerðin að hreinsa aur af veginum um Eyrarhlíð, vegrásir og nánasta umhverfi. Vegfarendur um þann veg eru hvattir til þess að sýna þeim sem þar eru að vinna tillitssemi.

Þá eru allir vegfarendur sem ætla sér að aka milli byggðagjarna að huga áður vel að veðuraðstæðum á vegi og veðurspá, sjá hlekkina hér að neðan.

umferdin.is/
www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/vestfirdir/

Óvissustig almannavarna.
Hvað merkir það ?

Fyrir áhugasama þá merkir Óvissustig eftirfarandi:
www.almannavarnir.is/almannavarnarstig/stig-alvarleika/
... Sjá meiraSjá minna

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst.

Veðuraðstæður og veðurspá fyrir Vestfirði hafa batnað.  Nú hefur kólnað í veðri og úrkoma breyst í snjó.  Snjóföl virðist vera yfir öllum Vestfjörðum núna eftir nóttina.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt þó gul veðurviðvörun sé í gildi fram eftir degi á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum og síðan áfram á Ströndum.

Áfram heldur Vegagerðin að hreinsa aur af veginum um Eyrarhlíð, vegrásir og nánasta umhverfi.  Vegfarendur um þann veg eru hvattir til þess að sýna þeim sem þar eru að vinna tillitssemi.

Þá eru allir vegfarendur sem ætla sér að aka milli byggðagjarna að huga áður vel að veðuraðstæðum á vegi og veðurspá, sjá hlekkina hér að neðan.

https://umferdin.is/
https://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/vestfirdir/

Óvissustig almannavarna.
Hvað merkir það ?

Fyrir áhugasama þá merkir Óvissustig eftirfarandi:
https://www.almannavarnir.is/almannavarnarstig/stig-alvarleika/

Veður og aðstæður á Vestfjörðum – Óvissustig enn í gildi.

Veðrið er að ganga niður. Úrkoma virðist verða minni en spár gerðu ráð fyrir. Vegir um Vestfirði eru flestallir færir, utan Snæfjallastrandavegar. En þar er Vegagerðin að vinna að viðgerðum til bráðabirgða.

Veginum um Eyrarhlíð, milli Hnífsdals og Ísafjarðar, var af öryggisástæðum, lokað í nótt sem leið en var opnaður á ný í morgun. Ekki er gert ráð fyrir því að honum verði lokað aftur, ekki nema aðstæður breytist fljótt.

Vegfarendur um Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Raknadalshlíð og um aðra vegi undir bröttum hlíðum eru hvattir til þess að aka með varúð.

Einnig þarf að hafa í huga að á nokkrum stöðum hafa vegaskemmdir orðið vegna vatnavaxta og Vegagerðinni ekki gefist ráðrúm til að framkvæma fullnaðarviðgerðir.

Enn er jarðvegur mjög blautur og enn er vatn að renna niður brattar hlíðar og hvatt er til þess að aðgát sé höfð og að fólk sé ekki í fjallgöngu í bröttum hlíðum í þessum aðstæðum.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir daginn í dag og á morgun, eins og hér segir:
Gul veðurviðvörun á Ströndum í dag milli 08:00-16:00 í dag (fimmtudag).
Suðvestan 15-23 m/s og vindhviður yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Gul veðurviðvörun á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum morgun, föstudaginn milli kl.07:00-15:00
Norðan hvassviðri, 15-20 m/s og snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
Hvatt er til þess að þeir sem eiga leið milli byggðakjarna á Vestfjörðum afli sér upplýsinga í síma Vegagerðarinnar, 1777 og eins á vefsiðum hennar og Veðurstofu Íslands, sjá hér að neðan.
www.vedur.is/vidvaranir
umferdin.is/kafli/90708

Meðfylgjandi mynd var tekin úr lofti af veginum um Eyrarhlíð í Skutulsfirði í gærdag. Fengin að láni hjá starfsfólki Veðurstofa Íslands En þar má sjá nokkra vatnsfarvegi úr hlíðinni ofan vegarins og einnig hvernig eitt af aurflóðunum sem þar féllu fór yfir veginn.

Vegagerðin vinnur enn að hreinsun vegarins og eru ökumenn hvattir til þess að sýna sérstaka tillitssemi og aka með varúð, en þó hiklaust.
... Sjá meiraSjá minna

Veður og aðstæður á Vestfjörðum – Óvissustig enn í gildi.

Veðrið er að ganga niður.  Úrkoma virðist verða minni en spár gerðu ráð fyrir.  Vegir um Vestfirði eru flestallir færir, utan Snæfjallastrandavegar.  En þar er Vegagerðin að vinna að viðgerðum til bráðabirgða.

Veginum um Eyrarhlíð, milli Hnífsdals og Ísafjarðar, var af öryggisástæðum,  lokað í nótt sem leið en var opnaður á ný í morgun.  Ekki er gert ráð fyrir því að honum verði lokað aftur, ekki nema aðstæður breytist fljótt.

Vegfarendur um Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Raknadalshlíð og um aðra vegi undir bröttum hlíðum eru hvattir til þess að aka með varúð.  

Einnig þarf að hafa í huga að á nokkrum stöðum hafa vegaskemmdir orðið vegna vatnavaxta og Vegagerðinni ekki gefist ráðrúm til að framkvæma fullnaðarviðgerðir.

Enn er jarðvegur mjög blautur og enn er vatn að renna niður brattar hlíðar og hvatt er til þess að aðgát sé höfð og að fólk sé ekki í fjallgöngu í bröttum hlíðum  í þessum aðstæðum.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir daginn í dag og á morgun, eins og hér segir:
Gul veðurviðvörun á Ströndum í dag milli 08:00-16:00 í dag (fimmtudag).
Suðvestan 15-23 m/s og vindhviður yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 

Gul veðurviðvörun á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum morgun, föstudaginn milli kl.07:00-15:00 
Norðan hvassviðri, 15-20 m/s og snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
Hvatt er til þess að þeir sem eiga leið milli byggðakjarna á Vestfjörðum afli sér upplýsinga í síma Vegagerðarinnar, 1777 og eins á vefsiðum hennar og Veðurstofu Íslands, sjá hér að neðan.
https://www.vedur.is/vidvaranir
https://umferdin.is/kafli/90708

Meðfylgjandi mynd var tekin úr lofti af veginum um Eyrarhlíð í Skutulsfirði í gærdag.  Fengin að láni hjá starfsfólki Veðurstofa Íslands  En þar má sjá nokkra vatnsfarvegi úr hlíðinni ofan vegarins og einnig hvernig eitt af aurflóðunum sem þar féllu fór yfir veginn.

Vegagerðin vinnur enn að hreinsun vegarins og eru ökumenn hvattir til þess að sýna sérstaka tillitssemi og aka með varúð, en þó hiklaust.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram