Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.
Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.
Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.
Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.
Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.
Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.
Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,
Ísafirði, 2. desember 2021
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Þá mega jólin koma.
Lögreglumenn á Ísafirði fengu í morgun góða gesti. Dúetinn Hjalti og Muggi hafa heimsótt lögreglumenn á Ísafirði í á annan áratug rétt fyrir jólin.
Þeir hafa haft gítarana sína með sér og sungið nokkur jólalög, að þeirra sögn til að lögreglan komist í jólaskap, sem sannarlega gerist.
Þeir þáðu heitt súkkulaði og smákökur við þetta tækifæri.
Lögreglumenn eru þakklátir fyrir þennan áratugalanga vinskap og hlýhug félaganna.
... Sjá meiraSjá minna
11 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt hjá strákunum 👍😘
Illa svalir 🧸😎
Dásamlegir báðir tveir. Einstök vinátta þarna á ferð ❤️
Ómetanlegt🥰
Alltaf flottir.
Vinnur þú með börnum eða unglingum?
Lögreglan, í samvinnu við Neyðarlínuna og fjölda annarra samstarfsaðila, hefur þróað ítarleg flæðirit með skýrum leiðbeiningum um fyrstu viðbrögð vegna vopnalagabrota og kynferðisofbeldis. Flæðiritin eru ætluð starfsfólki í skólum, félagsmiðstöðvum og íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.
Í kjölfar atvika er hægt að benda nemendum og/eða forsjáraðilum á úrræði sem henta.
Kynntu þér flæðirit um vopnaburð hér
👉
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.
Síðast var vitað um ferðir Áslaugar sunnudaginn 8. desember sl. Bifreið hennar fannst, mannlaus, á veginum rétt utan við þorpið á Tálknafirði, skammt frá flæðamálinu.
Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti.
Leitinni, sem hefur verið mjög umfangsmikil og nákvæm, hefur verið hætt um sinn. Henni mun þó verða fram haldið en þó með minna sniði.
Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 6 og lögreglan á Vestfjörðum vilja færa þakkir til allra viðbragðsaðila á Vestfjörðum sem tóku þátt í leitaraðgerðunum. En ekki síður er þeim viðbragðsaðilum sem komu lengra að færðar sérstakar þakkir. Þá er forsvarsfólki fyrirtækja á svæðinu færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag, t.d. í formi vinnuframlags starfsfólks, láni á bátum, búnaði, húsnæði, hráefni til matargerðar og fl.
Þá unnu slysavarnakonur á svæðinu mikilvægt verkefni, en það var að sinna matseld fyrir alla þáttakendur leitarinnar. En þegar mest var munu um 100 manns hafa unnið að leitinni síðustu daga.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur verið í sambandi við fjölskyldu Áslaugar undanfarna daga og upplýst um framvindu aðgerðanna. Hugur viðbragðsaðila er hjá ástvinum Áslaugar og öðrum ættingjum.
... Sjá meiraSjá minna
35 CommentsComment on Facebook