Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Vestfirðingar taka höndum saman um Öruggari Vestfirði

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sýslumaðurinn á Vestfjörðum, sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Menntaskólinn á Ísafirði, Framhaldsskóladeild …

Jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefna.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur endurnýjað jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefnu þess, sjá meðfylgjandi viðhengi. Jafnréttisáætlun LVF Jafnlaunastefna LVF    

Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum

Hafnarstræti 1
400 Ísafirði
Beinn sími: 444 0400
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Með lögreglustjórn í umdæminu fer lögreglustjórinn á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði.

Sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum eru:
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu en í dag er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Barðastrandarsýslur ná frá syðsta hluta Vestfjarðarkjálkans, frá botni Gilsfjarðar að austanverðu út á Látrabjarg að vestan og norður að Langanesi í Arnarfirði. Margar eyjar Breiðafjarðar tilheyra sýslunni.

Strandasýsla heitir eftir strandlengjunni frá Hrútafirði norður að Geirólfsnúpi.
Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í Horn og þaðan í Geirólfsnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk Ísafjarðar- og Strandasýslu eru.

Þannig nær umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum yfir nær allan Vestfjarðarkjálkann að undaskildum Bæjarhreppi í Strandasýslu, en hann sameinaðist Húnaþingi Vestra þann 1. janúar 2012. Umdæmið nær norður Strandir og fyrir Hornbjarg, suður fyrir Látrabjarg til Gilsfjarðar. Sýslumörk eru áfram við Vestur-Húnavatnssýslu í austri, Mýrasýslu og Dalasýslu í suðri.

Flatarmál Vestfjarða er 9.356 ferkílómetrar. Þar af eru eyjar og sker 21.5 ferkílómetrar. Til samanburðar er flatararmál Íslands, með eyjum og skerjum, 102.712 ferkílómetrar. Embættinu tilheyrir ein lengsta strandlengja landsins eða rúmlega 2000 km. Strandlengja Íslands er í heild 4970 km. Stofn- tengi- og landsvegir, auk héraðsvega að öllum byggðum bæjum sem hafa ábúendur (lögheimili) í umdæminu, eru samtals 1553 km.

Íbúar í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. janúar 2014 voru 6972 og skiptust þannig eftir sveitarfélögum:
Bolungarvíkurkaupstaður 950, Ísafjarðarbær 3639, Súðavíkurhreppur 202, Árneshreppur 53, Kaldrananeshreppur 105, Strandabyggð 506, Reykhólahreppur 271, Vesturbyggð 949 og Tálknafjarðarhreppur 297.

Lögreglustöðvar eru á Ísafirði, Hólmavík og á Patreksfirði og lögreglumenn eru 20 talsins.

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst.

Veðuraðstæður og veðurspá fyrir Vestfirði hafa batnað. Nú hefur kólnað í veðri og úrkoma breyst í snjó. Snjóföl virðist vera yfir öllum Vestfjörðum núna eftir nóttina.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt þó gul veðurviðvörun sé í gildi fram eftir degi á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum og síðan áfram á Ströndum.

Áfram heldur Vegagerðin að hreinsa aur af veginum um Eyrarhlíð, vegrásir og nánasta umhverfi. Vegfarendur um þann veg eru hvattir til þess að sýna þeim sem þar eru að vinna tillitssemi.

Þá eru allir vegfarendur sem ætla sér að aka milli byggðagjarna að huga áður vel að veðuraðstæðum á vegi og veðurspá, sjá hlekkina hér að neðan.

umferdin.is/
www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/vestfirdir/

Óvissustig almannavarna.
Hvað merkir það ?

Fyrir áhugasama þá merkir Óvissustig eftirfarandi:
www.almannavarnir.is/almannavarnarstig/stig-alvarleika/
... Sjá meiraSjá minna

Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst.

Veðuraðstæður og veðurspá fyrir Vestfirði hafa batnað.  Nú hefur kólnað í veðri og úrkoma breyst í snjó.  Snjóföl virðist vera yfir öllum Vestfjörðum núna eftir nóttina.

Veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt þó gul veðurviðvörun sé í gildi fram eftir degi á norðan og sunnanverðum Vestfjörðum og síðan áfram á Ströndum.

Áfram heldur Vegagerðin að hreinsa aur af veginum um Eyrarhlíð, vegrásir og nánasta umhverfi.  Vegfarendur um þann veg eru hvattir til þess að sýna þeim sem þar eru að vinna tillitssemi.

Þá eru allir vegfarendur sem ætla sér að aka milli byggðagjarna að huga áður vel að veðuraðstæðum á vegi og veðurspá, sjá hlekkina hér að neðan.

https://umferdin.is/
https://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/vestfirdir/

Óvissustig almannavarna.
Hvað merkir það ?

Fyrir áhugasama þá merkir Óvissustig eftirfarandi:
https://www.almannavarnir.is/almannavarnarstig/stig-alvarleika/

Veður og aðstæður á Vestfjörðum – Óvissustig enn í gildi.

Veðrið er að ganga niður. Úrkoma virðist verða minni en spár gerðu ráð fyrir. Vegir um Vestfirði eru flestallir færir, utan Snæfjallastrandavegar. En þar er Vegagerðin að vinna að viðgerðum til bráðabirgða.

Veginum um Eyrarhlíð, milli Hnífsdals og Ísafjarðar, var af öryggisástæðum, lokað í nótt sem leið en var opnaður á ný í morgun. Ekki er gert ráð fyrir því að honum verði lokað aftur, ekki nema aðstæður breytist fljótt.

Vegfarendur um Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Raknadalshlíð og um aðra vegi undir bröttum hlíðum eru hvattir til þess að aka með varúð.

Einnig þarf að hafa í huga að á nokkrum stöðum hafa vegaskemmdir orðið vegna vatnavaxta og Vegagerðinni ekki gefist ráðrúm til að framkvæma fullnaðarviðgerðir.

Enn er jarðvegur mjög blautur og enn er vatn að renna niður brattar hlíðar og hvatt er til þess að aðgát sé höfð og að fólk sé ekki í fjallgöngu í bröttum hlíðum í þessum aðstæðum.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir daginn í dag og á morgun, eins og hér segir:
Gul veðurviðvörun á Ströndum í dag milli 08:00-16:00 í dag (fimmtudag).
Suðvestan 15-23 m/s og vindhviður yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Gul veðurviðvörun á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum morgun, föstudaginn milli kl.07:00-15:00
Norðan hvassviðri, 15-20 m/s og snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
Hvatt er til þess að þeir sem eiga leið milli byggðakjarna á Vestfjörðum afli sér upplýsinga í síma Vegagerðarinnar, 1777 og eins á vefsiðum hennar og Veðurstofu Íslands, sjá hér að neðan.
www.vedur.is/vidvaranir
umferdin.is/kafli/90708

Meðfylgjandi mynd var tekin úr lofti af veginum um Eyrarhlíð í Skutulsfirði í gærdag. Fengin að láni hjá starfsfólki Veðurstofa Íslands En þar má sjá nokkra vatnsfarvegi úr hlíðinni ofan vegarins og einnig hvernig eitt af aurflóðunum sem þar féllu fór yfir veginn.

Vegagerðin vinnur enn að hreinsun vegarins og eru ökumenn hvattir til þess að sýna sérstaka tillitssemi og aka með varúð, en þó hiklaust.
... Sjá meiraSjá minna

Veður og aðstæður á Vestfjörðum – Óvissustig enn í gildi.

Veðrið er að ganga niður.  Úrkoma virðist verða minni en spár gerðu ráð fyrir.  Vegir um Vestfirði eru flestallir færir, utan Snæfjallastrandavegar.  En þar er Vegagerðin að vinna að viðgerðum til bráðabirgða.

Veginum um Eyrarhlíð, milli Hnífsdals og Ísafjarðar, var af öryggisástæðum,  lokað í nótt sem leið en var opnaður á ný í morgun.  Ekki er gert ráð fyrir því að honum verði lokað aftur, ekki nema aðstæður breytist fljótt.

Vegfarendur um Eyrarhlíð, Súðavíkurhlíð, Raknadalshlíð og um aðra vegi undir bröttum hlíðum eru hvattir til þess að aka með varúð.  

Einnig þarf að hafa í huga að á nokkrum stöðum hafa vegaskemmdir orðið vegna vatnavaxta og Vegagerðinni ekki gefist ráðrúm til að framkvæma fullnaðarviðgerðir.

Enn er jarðvegur mjög blautur og enn er vatn að renna niður brattar hlíðar og hvatt er til þess að aðgát sé höfð og að fólk sé ekki í fjallgöngu í bröttum hlíðum  í þessum aðstæðum.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir daginn í dag og á morgun, eins og hér segir:
Gul veðurviðvörun á Ströndum í dag milli 08:00-16:00 í dag (fimmtudag).
Suðvestan 15-23 m/s og vindhviður yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 

Gul veðurviðvörun á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum morgun, föstudaginn milli kl.07:00-15:00 
Norðan hvassviðri, 15-20 m/s og snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
Hvatt er til þess að þeir sem eiga leið milli byggðakjarna á Vestfjörðum afli sér upplýsinga í síma Vegagerðarinnar, 1777 og eins á vefsiðum hennar og Veðurstofu Íslands, sjá hér að neðan.
https://www.vedur.is/vidvaranir
https://umferdin.is/kafli/90708

Meðfylgjandi mynd var tekin úr lofti af veginum um Eyrarhlíð í Skutulsfirði í gærdag.  Fengin að láni hjá starfsfólki Veðurstofa Íslands  En þar má sjá nokkra vatnsfarvegi úr hlíðinni ofan vegarins og einnig hvernig eitt af aurflóðunum sem þar féllu fór yfir veginn.

Vegagerðin vinnur enn að hreinsun vegarins og eru ökumenn hvattir til þess að sýna sérstaka tillitssemi og aka með varúð, en þó hiklaust.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram