Lögreglan á Norðurlandi eystra Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Jafnlaunastefna

Lögreglustjóri ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks, en nær hvorki til verktaka né þeirra sem vinna tímavinnu.

Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja að allt starfsfólk Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra njóti sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Yfirlögregluþjónn er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuldbindur sig til að:

– Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur  jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög.

– Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

– Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist óútskýrður kynbundinn launamunur. Kynna skal fyrir starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.

– Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.

– Framkvæma innri úttekt árlega.

– Halda rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.

– Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

– Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.

 

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Smelltu hér fyrir gagnasendingar um örugga sendingargátt (Signet transfer)

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

LÖGREGLAN Á Instagram