Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Stefna LRH 2024-2028

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur markað sér stefnu til næstu fimm ára og gildir hún frá 2024-2028. Samhliða breyttum heimi tekst embættið á við ýmsar áskoranir, en þeim fylgja líka tækifæri til að takast á við málin með sem bestum hætti. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi lögreglu undanfarin ár og viðbúið að svo verði áfram. Hér hefur orðið þróun sem er sambærileg því sem gerist erlendis og taka verður mið af því.

Traust, fagmennska og öryggi eru áfram þau gildi sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill standa fyrir, en gert er ráð fyrir endurskoðun og uppfærslu stefnunnar eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Vonast er eftir góðum árangri í mörgum þeirra málaflokka sem eru tilteknir í stefnunni og m.a. af þeirri ástæðu er regluleg endurskoðun hennar nauðsynleg.

Öllum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt í mótun stefnunnar og voru undirtektir með miklum ágætum. Vilji þeirra til að gera vel endurspeglast í stefnu embættisins fyrir árin 2024-2028.

 

 

Stefna LRH 2024-2028

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Vikulegar samantektir um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu er að finna á lögregluvefnum. Síðasta vika var alls ekki góð í þeim efnum, en ellefu umferðarslys voru þá tilkynnt til lögreglu og í þeim slösuðust fimmtán vegfarendur.

Förum varlega í umferðinni – alltaf og alls staðar.
... Sjá meiraSjá minna

Vikulegar samantektir um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu er að finna á lögregluvefnum. Síðasta vika var alls ekki góð í þeim efnum, en ellefu umferðarslys voru þá tilkynnt til lögreglu og í þeim slösuðust fimmtán vegfarendur.

Förum varlega í umferðinni – alltaf og alls staðar.

10 CommentsComment on Facebook

Mjög óhress með að sjá ekki lögregluna á ferðinni núna í ljósaskiptunum, rigningu og hvassviðri, því allt of margir aka um ljóslausir og þrír ökumenn hikuðu ekki við að aka yfir á eldrauður ljósu áðan. Sendið skrifstofulöggurnar og yfirmennina út í umferðina á milli 15-17.

Aðal vandamálið í umferðinni er að ökumenn eru með hugan við ALLT ANNAÐ en að aka bíl hvað þá í geggjaðri umferð!🚙🚍🚖

Mig langar ekki lengur í Suzuki Jimmy 😱

umferðar menning hér á íslandi er ansi furðuleg allir hætta að vinna á sama tíma æða út í umferðina á sama tíma og svo á kvöldin er keyrt á 120 km hraða innan bæjar og enginn lögga sjáanleg og er svo komið að það er fullt af fólki sem þorir ekki og treystir sér ekki í umferðina eftir 20 á kvöldin vegna glæpa aksturs allskonar fólks.

View more comments

Þarfaþing í skammdeginu! ... Sjá meiraSjá minna

Þarfaþing í skammdeginu!

4 CommentsComment on Facebook

Takk fyrir ykkar góðu störf fyrir okkur borgarana

Kærar þakkir fyrir það minnast á þetta að vera sýnileg út í umferðinni. Þið mættu minna oftar á þetta hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Þetta er mjög einfalt - Ef þér þykir EKKI vænt um einhvern - ekki láta hann hafa endurskinsmerki! :O

Ég kemst ekkert í svona hámóðins ljós hérna alein í kjallaranum 🙃

Það var ánægjuleg stund á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær þegar lögregluliðunum á Norðurlandi eystra og Austurlandi voru afhentar tvær nýjar og sérútbúnar bifreiðar til að sinna landamæravörslu í umdæmunum. Það var ekki tilviljun að þær voru afhentar í Reykjavík, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði veg og vanda að kaupunum og undirbúningi þeirra að undangengnu sameiginlegu útboði lögreguembættanna. Þriðja, nýja landamærabifreiðin verður svo tekin í notkun á næstum vikum, en hún verður notuð til landamæravörslu á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni í gær, en bæði Norðlendingum og Austfirðingum er óskað til hamingju með nýju og glæsilegu bifreiðarnar. Þess ber loks að geta að bifreiðakaupin eru styrkt af landamærasjóði Evrópusambandsins. ... Sjá meiraSjá minna

Það var ánægjuleg stund á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær þegar lögregluliðunum á Norðurlandi eystra og Austurlandi voru afhentar tvær nýjar og sérútbúnar bifreiðar til að sinna landamæravörslu í umdæmunum. Það var ekki tilviljun að þær voru afhentar í Reykjavík, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði veg og vanda að kaupunum og undirbúningi þeirra að undangengnu sameiginlegu útboði lögreguembættanna. Þriðja, nýja landamærabifreiðin verður svo tekin í notkun á næstum vikum, en hún verður notuð til landamæravörslu á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni í gær, en bæði Norðlendingum og Austfirðingum er óskað til hamingju með nýju og glæsilegu bifreiðarnar. Þess ber loks að geta að bifreiðakaupin eru styrkt af landamærasjóði Evrópusambandsins.Image attachmentImage attachment+2Image attachment

12 CommentsComment on Facebook

Glæsilegt

Glæsilegt😊👏

Verst að það gagnast okkur ekkert. Þeir sem stela og skemma eru flestir íslenskir og þið nennið ekki einu sinni að taka skýrslur af þeim!

Glæsilegt, er staður fyrir fingrafaraduftið?

Bestu hamingjuóskir 🙂

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram