Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið 2-4, Rvk.

Frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Grafarholti (lögreglustöð 4) er sinnt verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Helstu stjórnendur eru Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn, Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og Hildur Rún Björnsdóttir lögreglufulltrúi. Hjördís er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  hjordis@lrh.is valgardurv@lrh.ishildur.run@lrh.is

Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Við viljum beina því til skotvopnaeigenda að öll umsýsla með skotvopn er í dag í gegnum rafræna gátt. Þar geta skotvopnaeigendur sótt um heimild til að kaupa skotvopn, tilkynnt um sölu skotvopns eða lán, sem og endurnýjað skotvopnaleyfi sitt, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá viljum við
... Sjá meiraSjá minna

Við viljum beina því til skotvopnaeigenda að öll umsýsla með skotvopn er í dag í gegnum rafræna gátt. Þar geta skotvopnaeigendur sótt um heimild til að kaupa skotvopn, tilkynnt um sölu skotvopns eða lán, sem og endurnýjað skotvopnaleyfi sitt, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá viljum við einnig benda á að einstaklingar geta nálgast allar upplýsingar um eigin stöðu og skotvopnaeign á „Mínar síður“ á sömu síðu. Þar er hægt að finna flipann „Skírteini“ og þá ætti skotvopnaleyfið að birtast. Þar sést hvaða réttindaflokka viðkomandi er með, gildistími leyfisins ásamt þeim skotvopnum sem viðkomandi hefur yfir að ráða. Viljum við hvetja skotvopnaeigendur til að fara yfir þessar upplýsingar og staðfesta að þær séu réttar, s.s. eintaksnúmer skotvopna. Þá er einnig afar mikilvægt að tryggja að skotvopnaleyfið sé í gildi, en án þess mega menn hvorki nota skotvopn né varsla þau.

Lögregla viðhefur eftirlit með skotvopnaeigendum og geta menn átt von á heimsókn okkar án fyrirvara - á kristilegum tíma þó! Í 37. gr vopnalaga segir að lögregla skuli gera upptæk til ríkissjóðs skotvopn sem finnast „í vörslu manns án heimildar“. Þetta er óneitanlega strangt og íþyngjandi ákvæði, en engu að síður skylda okkar samkvæmt orðanna hljóðan. Okkur er engin gleði í því að gera upptæk skotvopn hjá þeim sem hafa gerst sekir um þessháttar gleymsku og viljum því hvetja leyfishafa til að fylgjast grannt með þessum málum hjá sér. Ef leyfi er útrunnið er hægt að lána vopn til þess sem hefur til þess leyfi og getur viðkomandi þá varslað vopnin meðan leyfið er endurnýjað.

Þeir sem eiga lögheimili innan höfuðborgarsvæðisins geta sett sig í samband við leyfaþjónustu LRH í gegnum síma eða netfangið leyfi@lrh.is Þar er hægt að koma með athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi sín mál. Þeir sem búa utan okkar svæðis verða að setja sig í samband við viðkomandi embætti til að fá úrlausn sinna mála.

2 CommentsComment on Facebook

Unnar Mar Gardarsson ;*

LÖGREGLAN Á Instagram