Jafnréttisáætlun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.
Jafnréttisáætlun LRH gildir til þriggja ára í senn.
Leiðarljós
Embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði starfsfólks er virt í hvívetna. Allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína.
Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar LRH er að koma á og viðhalda jafnrétti meðal starfsfólks, jafna stöðu og virðingu þess innan LRH og auka meðvitund stjórnenda og starfsfólks um mikilvægi þess að öll fái að njóta sín óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, samfélagsstöðu, trúarbrögðum, uppruna eða litarhætti.
Áhersla er lögð á:
Skipulag og ábyrgð
Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan embættisins.
Jafnréttisáætlun er yfirfarin í heild á þriggja ára fresti. Á hverju ári er farið yfir markmið jafnréttisáætlunar með stjórnendum og stöðu mála í samræmi við árangursmælikvarða í tengslum við rýni æðstu stjórnenda á árangur jafnlaunakerfisins, þ.e. hvort kerfið sé fullnægjandi og virkt.
Jafnréttisfulltrúar LRH
Lögreglustjóri skipar jafnréttisfulltrúa LRH til þriggja ára í senn og tryggir viðkomandi einstaklingum svigrúm til að sinna verkefnum sínum. Jafnréttisfulltrúar vinna að jafnréttismálum innan LRH og eru starfsfólki LRH og tengdum aðilum, s.s. jafnréttisfulltrúa lögreglunnar hjá RLS og jafnréttisnefnd lögreglunnar, til aðstoðar og ráðgjafar.
Jafnréttisfulltrúar LRH 2022-2025 eru:
• Agnes Ósk Marzellíusardóttir, rannsóknarlögreglumaður
• Stefán Elí Gunnarsson, lögreglumaður
Aðgerðaráætlun
1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
Í árslok 2021 var hlutfall kvenna rúmlega 34% meðal lögreglumanna og rúmlega 65% meðal borgaralegra starfsmanna hjá LRH en lögreglumenn eru 77% starfsfólks. Hlutfall kvenna meðal lögreglumanna lækkar eftir því sem ofar dregur í starfstigum. Kynjahlutföll í yfirstjórn LRH eru 45% konur og 55% karlar.
2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða
4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða
5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf
6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið hjá LRH
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Vikulegar samantektir um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu er að finna á lögregluvefnum. Síðasta vika var alls ekki góð í þeim efnum, en ellefu umferðarslys voru þá tilkynnt til lögreglu og í þeim slösuðust fimmtán vegfarendur.
Förum varlega í umferðinni – alltaf og alls staðar.
... Sjá meiraSjá minna
10 CommentsComment on Facebook
Mjög óhress með að sjá ekki lögregluna á ferðinni núna í ljósaskiptunum, rigningu og hvassviðri, því allt of margir aka um ljóslausir og þrír ökumenn hikuðu ekki við að aka yfir á eldrauður ljósu áðan. Sendið skrifstofulöggurnar og yfirmennina út í umferðina á milli 15-17.
Aðal vandamálið í umferðinni er að ökumenn eru með hugan við ALLT ANNAÐ en að aka bíl hvað þá í geggjaðri umferð!🚙🚍🚖
Mig langar ekki lengur í Suzuki Jimmy 😱
umferðar menning hér á íslandi er ansi furðuleg allir hætta að vinna á sama tíma æða út í umferðina á sama tíma og svo á kvöldin er keyrt á 120 km hraða innan bæjar og enginn lögga sjáanleg og er svo komið að það er fullt af fólki sem þorir ekki og treystir sér ekki í umferðina eftir 20 á kvöldin vegna glæpa aksturs allskonar fólks.
Þarfaþing í skammdeginu! ... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Takk fyrir ykkar góðu störf fyrir okkur borgarana
Kærar þakkir fyrir það minnast á þetta að vera sýnileg út í umferðinni. Þið mættu minna oftar á þetta hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Þetta er mjög einfalt - Ef þér þykir EKKI vænt um einhvern - ekki láta hann hafa endurskinsmerki! :O
Ég kemst ekkert í svona hámóðins ljós hérna alein í kjallaranum 🙃
Það var ánægjuleg stund á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær þegar lögregluliðunum á Norðurlandi eystra og Austurlandi voru afhentar tvær nýjar og sérútbúnar bifreiðar til að sinna landamæravörslu í umdæmunum. Það var ekki tilviljun að þær voru afhentar í Reykjavík, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði veg og vanda að kaupunum og undirbúningi þeirra að undangengnu sameiginlegu útboði lögreguembættanna. Þriðja, nýja landamærabifreiðin verður svo tekin í notkun á næstum vikum, en hún verður notuð til landamæravörslu á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni í gær, en bæði Norðlendingum og Austfirðingum er óskað til hamingju með nýju og glæsilegu bifreiðarnar. Þess ber loks að geta að bifreiðakaupin eru styrkt af landamærasjóði Evrópusambandsins. ... Sjá meiraSjá minna
12 CommentsComment on Facebook
Glæsilegt
Glæsilegt😊👏
Verst að það gagnast okkur ekkert. Þeir sem stela og skemma eru flestir íslenskir og þið nennið ekki einu sinni að taka skýrslur af þeim!
Glæsilegt, er staður fyrir fingrafaraduftið?
Bestu hamingjuóskir 🙂