Jafnlaunastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.
Jafnlaunakerfi embættisins er í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85 og nær til alls starfsfólks embættisins.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skuldbindur sig til að:
Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.
Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
Gera innri úttekt og halda rýni yfirstjórnar árlega.
Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.
LRH hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks ásamt jafnréttisáætlun og byggir jafnlaunastefna embættisins á henni. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá embættinu. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og annað starfsfólk jafnframt minnt á mikilvægi þess að öll fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.
Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem og aðra mismunun og er hluti af launastefnu embættisins.
Jafnlaunakerfið skal rýnt árlega og taka stöðugum umbótum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
Jafnlaunastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.
Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hættulegum efnum.
Nýlega var lagt hald á MDMA (ecstasy) töflur á leið til landsins en við rannsókn á töflunum kom í ljós að þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en meðaltalsstyrkur haldlagðra efna hefur verið. Þessar töflur eru kallaðar „Punisher“ og eru rauðbleikar á litinn. Lögregla hefur einnig upplýsingar um að sambærilegar bláar töflur séu seldar hérlendis en þær kunna að vera enn sterkari.
Þá hefur lögreglan orðið vör við falsað lyf sem selt er sem Xanax . Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu pillur innihalda í raun efnið Flualprazolam. Til rannsóknar er dauðsfall hér á landi þar sem grunur leikur á að inntaka á lyfinu hafi leitt til þess. Þær fölsuðu Xanax pillur sem lögreglan hefur lagt hald á hér á landi voru gular að lit.
Þess ber að geta að útlit bæði MDMA og Xanax taflna getur verið mismunandi.
... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Grípið nú þetta tækifæri til að afglæpavæða Kannabis svo auðveldar verði að stöðva hörðu efnin. Annars eruð þið með fjórðung þjóðarinnar á móti ykkur, frekar en með í liði.
Hryllingur 🥲😡
Ömurlegt hvernig samfélagið er orðið í þessu litla landi .Núna verður ríkið að veita Lögreglunni stórar fjárheimildir til að fjölga Lögreglumönnum og þeir hafi heimild til þess að fylgjast með fólki , ef grunur er um saknæmt athæfi
Hræðilegt😢deili áfram
Áður en lagt er af stað út í umferðina í þessari vetrarfærð er mikilvægt að ökumenn skafi fyrst af bílrúðunum – líka afturrúðunni! ... Sjá meiraSjá minna
25 CommentsComment on Facebook
Það þarf líka að taka snjóinn af topp bílsins , skelvilegt þegar maður fær þetta á framrúðuna hjá sér,svo mættuð þið vera sýnilegri og stoppa þessa ökumenn sem ekki nenna þrífa snjóinn af bílum sýnum 🥰🥶
Lika þegar þeir eru ljóslausir að aftan og gefa ekki stefnuljos og i mykri
Nú varla skylda að sjá út um afturrúðu. Fullt af ökutækjum sem hafa enga.
Svo mættu ökumenn passa sig að keyra ekki í hjólförum, sérstaklega eftir mikla úrkomu. Ég fékk yfir mig væna gusu þar sem ég stóð og beið eftir því að komast yfir á gangbraut fyrir stuttu. Bílstjórar voru ekkert að hægja á ferðinni við gangbrautina.
Fullt af fólki bara nenni ekki hreinsa snjór ofan á bílnum eða kringum bílnum stór hættuleg
Er allt í góðu❓
Það á að vera öruggt að fara út og skemmta sér. Við verðum að standa saman og koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það gerist. Verum vakandi og stígum inn í ef við sjáum einhvern ekki virða mörk❗
Ef þér finnst eitthvað vera að, er það líklegast rétt hjá þér. Treystu hugboðinu. Ef þú hjálpar ekki, hver gerir það þá?
... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
www.112.is/verum-vakandi?fbclid=IwY2xjawICMsdleHRuA2FlbQIxMAABHT8USR4n8Muj30dj0mSkAyNbVO3wKWlmYOV...
Man það var fyrir nokkrum árum svona 2017-18 . ég og æsku vinur minn sátum við borð á open mic stand up á gauk á stöng og þar sat ung kona (svipað aldri og við) og sá líklega að ég drekk ekki. svo hún bað mig að passa Flöskuna hennar. Meðan hún þurfti að skreppa á WC . ég tók flöskuna bara að mér og hélt um flöskuna og passaði eins sætið hennar . . Síðan . brosti hún og þakkaði :) það er svo frábært að finna traust frá öðrum 😊 .
Treysti mér ekki í bæinn