Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hafa samband

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Um útivistartímann, hópamyndanir og eftirlitslaus partí. ... Sjá meiraSjá minna

Talsvert var um hraðakstur á höfuborgarsvæðinu um helgina og eiga margir ökumenn væna sekt yfir höfði sér vegna þessa. Hinir brotlegu voru á ýmsum aldri, eða allt frá því að vera 17 ára með nokkurra daga gamalt ökuskírteini og yfir í að vera á sjötugsaldri með áralanga reynslu af akstri og ættu því að vita betur. Aðspurðir um hraðakstur grípa ökumenn gjarnan til ýmissa afsakana og segjast oft hafa verið of seinir á leiðinni eitthvað, t.d. í vinnuna eins var tilfellið hjá einum ökuþórnum um helgina. Einn sem var stöðvaður fyrir hraðakstur að þessu sinni var með radarvara í bílnum og var svekktur með að radarvarinn brást honum!

Grófasta hraðakstursbrotið um helgina var framið á Vesturlandsvegi í Reykjavík, á móts við Korputorg, en þar mældust tvær bifreiðar á 168 km hraða. Ökumennirnir, karlar um tvítugt, voru þar í „kappakstri“ en slíkur var hraðinn að þeir sprengdu sektarskalann. Fyrir þennan ofsaakastur eiga ökumennirnir nú yfir höfði sér ákæru.
... Sjá meiraSjá minna

12 CommentsComment on Facebook

Besti radarvarinn er að keyra á löglegum hraða!

Gott á þessa ökunýðinga.

Takk fyrir að ná þessum glæpafólki (körlum og konum) sem ættu ekki að hafa ökuréttindi ef þau telja sig yfir lög og reglur hafin.

Bíll á þessum hraða er ekkert annað en morðvopn! Mér finnst að þessir ungu og öldnu háskaökumenn þyrftu auk sektar að vinna í samfélagsþjónustu, annaðhvort á slysadeild eða í slysaútköllum kanski yrði það að sjá afleiðingar slysa og slasað fólk til að kveikja á varfærni þessara ökumanna

En hvað eru margir teknir ljóslausir á hverjum degi?

View more comments

STÓRÁRÁS Á ÍSLENDINGA

Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga.

Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.

Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

Þessi glæpahópur hefur útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.

Meðfylgjandi eru myndir af svikaauglýsingum og gervi fréttasíðum.
... Sjá meiraSjá minna

STÓRÁRÁS Á ÍSLENDINGA

Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga.

Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum. 

Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

Þessi glæpahópur hefur útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.

Meðfylgjandi eru myndir af svikaauglýsingum og gervi fréttasíðum.Image attachmentImage attachment+2Image attachment

11 CommentsComment on Facebook

Svo lengi sem enginn kennir þeim íslensku…… 😂

Það skiptir ekki máli hvort það eru netsvik eða svik stjórnmálamanna þetta eru allt svik hvers vegna er ekki tekið á svik stjórnmálamanna?

Hef séð þetta lengi, í mörg ár.

Ef þetta er Stórárás, þá er eitthvað ekki lagi og mikið að fara framhjá, netglæpir eru verða mikið verri en þetta nígeríusvindl sem flestir sjá orðið í gegnum?

Þið eruð heldur betur með puttann á púlsinum hérna. Björgólfur Thor, Kári Stefáns og fleiri hafa reglulega verið að skjóta upp kollinum síðan 2021. Samfélagsmiðlar gera ekkert í þessu því þetta eru kostaðir póstar í flestum tilfellum.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram