rá árinu 2020 hefur lögreglan á Austurlandi birt stefnumörkun til næstu tólf mánaða. Stefnumörkunina hefur lögreglan byggt á reynslu fyrri ára, þeim markmiðum sem sett hafa verið, áherslum og niðurstöðum. Stefnan hefur verið kynnt opinberlega með það að markmiði meðal annars að störf lögreglunnar verði sýnileg og gefi kost á skoðanaskiptum og samtali um það hvert beri að stefna. Í þessum anda hefur stefnan og verið kynnt helstu samstarfsaðilum fyrir útgáfu og í drögum.
Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu. Því markmiði telur lögreglan sig geta náð með því að vinna eftir skýrri hugmyndafræði og stefnu sem á henni byggir.
Helstu áhersluatriði lögreglunnar á Austurlandi, þau sem hún telur best gagnast við að ná lykilmarkmiðum sínum, er samstarf við hagsmunaaðila, sýnileg löggæsla, faglegar og skilvirkar rannsóknir, markviss greining gagna og regluleg upplýsingamiðlun.
Lögregla hefur átt afar góða samvinnu við sveitarfélög á svæðinu, í samræmi meðal annars við ákvæði 12. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, og barnavernd. Lögreglan stefnir að því að efla það samstarf enn með auknu samtali við skólastjórnendur umdæmisins í samræmi við forvarnarstefnu embættisins, nemendur þeirra og kennara. Þá stefnir lögreglan að öflugu og góðu samtali við félagasamtök, atvinnulíf og ekki síst íbúa umdæmisins með það leiðarljósi að samvinna og samstarf sé best til þess fallið að gera gott samfélag enn betra.
Afbrotavarnir eru samfélagslegt viðfangsefni þar sem allir hafa hlutverk og bera ábyrgð.
Stefnuna í heild sinni má finna hér.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi þess að ökumenn og farþegar séu ávallt með öryggisbelti spennt. Engu að síður hefur aðeins borið á því að ekki sé nægjanlega hugað að þessum atriðum hvað varðar til að mynda bílbeltanotkun barna á leik- og grunnskólaaldri. Lögregla hefur rætt við foreldra vegna þessa, ökumenn, og þeir þá helst borið því við að um stutta vegalengd sé að ræða og innanbæjar.
Ástæða þykir af þessum sökum til að árétta mikilvægi beltanna hvort heldur farið er um skamman veg eða lengri og ábyrgð foreldra í þeim efnum.
Förum öll varlega, komum heil heim.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Það var ánægjuleg stund í síðustu viku þegar lögregluliðunum á Austurlandi og Norðurlandi eystra voru afhentar formlega nýjar og sérútbúnar bifreiðar til nota við landamæravörslu í umdæmunum. Þriðja bifreiðin verður svo tekin í notkun á næstu vikum til sömu nota á höfuðborgarsvæðinu.
Bifreið lögreglunnar á Austurlandi var tekin í notkun til prófunar fyrir nokkrum vikum hér á Austurlandi og var auk þess notuð við eftirlit lögreglu á Norðurlandaráðsfundi í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu þar sem tveir lögreglumenn af Austurlandi voru við störf.
Bifreiðin þykir afar vel tækjum búin og þegar sýnt fram á gildi sitt hvað það varðar og bætta vinnuaðstöðu lögreglu við landamæraeftirlit.
Þess ber að geta að bifreiðakaupin eru styrkt af landamærasjóði Evrópusambandsins.
Myndir hér að neðan eru frá afhendingu bifreiðarinnar
... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Hefði ekki verið betra með bát
Flott til hamingju 😄😄
Glæsilegt til hamingju.
Lögregla hvetur rjúpnaveiðimenn í umdæminu til að gæta að skotvopnaleyfi sínu og veiðkorti áður en haldið er af stað auk þess að meðferð vopnanna sé í samræmi við lög og reglur.
Lögregla heldur úti virku eftirliti svo sem verið hefur og hvetur veiðimenn til að huga vel að þessum atriðum. Þá biðlar hún til veiðimanna að halda ekki til fjalla ef tvísýnt er með veður, ekki síst hér á Austurlandi þar sem veiðar eru heimilar til 22. desember þegar dagar eru stuttir orðnir og allra veðra von.
Förum varlega, tryggjum örugga heimkomu.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook