Þjónustusvið ríkislögreglustjóra annast rekstur allra miðlægra tölvukerfa lögreglu, ákæruvalds og Útlendingastofnunar. Sviðið ber sömuleiðis ábyrgð á lokuðu víðneti lögreglunnar og þeim gagnaflutningi og gagnasamskiptum sem fram fara á því neti.
Helstu upplýsingakerfin sem deildin rekur eru:
- Málaskrá lögreglu, lögreglukerfið, þar sem öll verkefni og brot sem lögreglan fær til afgreiðslu eru skráð og haldið utan um feril þeirra.
- Ökuskírteinaskrá þar sem öll ökuréttindi einstaklinga eru skráð, ferill útgáfu ökuskírteina o.s.frv.
- Skotvopnaskrá þar sem öll skotvopn eru skráð sem og skotvopnaréttindi einstaklinga .
- Leyfisveitingakerfi þar sem allar umsóknir um þau leyfi sem lögreglan gefur út eru skráðar og afgreiðsla þeirra. Innri- og ytri vefur lögreglunnar.
- Upplýsingakerfi Útlendingastofnunar varðandi þá málaflokka sem sú stofnun sinnir.
- Þá annast þjónustusvið ríkislögreglustjóra allt sem lýtur að Schengen-upplýsingakerfum á Íslandi, tengingar við erlend lögregluyfirvöld s.s. Europol og Interpol og miðlar aðgangi að upplýsingakerfum þeirra í samræmi við hlutverk og starfsskyldur starfsmanna.
Þjónustusvið ríkislögreglustjóra annast kaup og uppsetningu allra útstöðva á tölvunetinu utan höfuðborgarsvæðisins og sinnir viðhaldi og endurnýjun á þeim.
Heildarfjöldi starfsmanna á víðneti lögreglunnar eru um 1150 talsins.