Til þess að skapa öruggara samfélag er mikilvægt að efla þátttöku almennings í afbrotavörnum.  Slíkt getur falið í sér samráðsfundi, leiðbeiningar um nágrannavörslu og foreldrarölt, og sameiginlega heimsóknir í samvinnu við lykilaðila í hverju samfélagi.

Lögregluembættin eiga í margvíslegu svæðisbundnu samráði í samræmi við lögreglulög og markmið um afbrotavarnir í löggæsluáætlun.

Tilgangur svæðisbundins samráðs lögreglu og lykilaðila í hverju umdæmi er að skapa vettvang fyrir opið samtal á milli lögreglu og samfélagsins til að skilja betur áskoranir á hverju svæði og vinna saman að lausnum.  Með samráði getur lögreglan og samstarfsaðilar mótað aðgerðir sem taka mið af sérstökum þörfum og áhyggju íbúa.  Með þessum hætti byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum og því að stuðla að öruggari samfélagi.

Hér má sjá nánari upplýsingar um þróun á svæðisbundnu samráði hjá einstökum lögregluembættum:

Saman gegn ofbeldi. Öll lögregluembættin vinna í þverfaglegu samstarfi með félagsþjónustu og barnaverndarþjónustu vegna heimilisofbeldismála, í samræmi við verklagsreglur ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála.

Tölfræði um tilkynningar vegna heimilisofbeldis (ofbeldis meðal skyldra og tengdra) og kynferðisbrota til lögreglu.

Höfuðborgarsvæðið

Lögreglustjóri vinnur að því að þróa svæðisbundið samráð með öllum sveitarfélögum í umdæminu með áherslu á börn í viðkvæmri stöðu í samræmi við stefnumörkun embættisins. Börn í viðkvæmri stöðu eru skilgreind sem börn sem eru þolendur eða gerendur ofbeldis og aðstæður þeirra falla undir ákvæði barnaverndarlaga um tilkynningarskyldu.

Lykilþáttur í svæðisbundnu samráði er mælingar úr sk. þolendakönnun lögreglunnar eða rannsókn á reynslu almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu.