Nauðgun og annað kynferðisofbeldi eru alvarleg brot sem varða við almenn hegningarlög.

Birtingarmyndir kynferðisofbeldis:

  • Nauðgun
  • Nauðgunartilraun
  • Kynferðisofbeldi gegn börnum
  • Kynferðisleg áreitni
  • Sifjaspell
  • Stafrænt kynferðisofbeldi
  • Klám
  • Vændi
  • Mansal
  • Blygðunarsemisbrot

Á síðari árum hefur orðið mikil vitundavakning í samfélaginu og innan lögreglunnar um skaðsemi og afleiðingar kynferðisofbeldis. Lögreglan hefur unnið að því að auka þjónustu við brotaþola og auka sýnileika og gagnsæi á meðan mál eru í rannsókn.

Á vefsíðu 112.is má finna leiðarvísir um það ferli sem fer í gang við tilkynningu til lögreglu og við hverju má búast.  Leiðarvísirinn útskýrir ferlið vegna brota á einstaklingum sem eru:

Miklu máli skiptir að fá góðan stuðning eftir kynferðisofbeldi og getur það skipt höfuðmáli varðandi langtímaafleiðingar.

Á 112.is má finna upplýsingar um þau úrræði sem eru til aðstoðar fyrir þolendur kynferðisbrota.

 

Á ég að kæra eða ekki? Það er mikilvægt að gerandi beri ábyrgð á broti sínu. Það tekur þó tíma og krefst vinnu til að sjá til þess að réttvísin nái fram að ganga.

Aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu er í gildi og er unnið að framkvæmd aðgerða.  Birt hefur verið mælaborð yfir stöðu aðgerða á vef Stjórnarráðsins.

Ein af aðgerðunum er að bæta heildaryfirsýn yfir málsmeðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu, frá tilkynningu um mál til lögreglu til niðurstöður dómstóla. Lögreglan birtir ársfjórðungslega tölfræði um tilkynnt kynferðisbrot til lögreglunnar.