Það kallast heimilisofbeldi þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi af hálfu einhvers sem er nákominn, tengdur eða skyldur, til dæmis maki, fyrrverandi maki eða fjölskyldumeðlimur. Þar sem gerandi og þolandi tengjast á þolandi oft erfiðara um vik með að slíta tengslum við gerandann og áhrif ofbeldisins verða djúpstæðari.  Heimilisofbeldi er ekki bundið við heimili geranda eða þolanda og getur átt sér stað hvar sem er.

Ofbeldið getur haft fjölbreyttar birtingarmyndir: Líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, stafrænt, trúarlegt, eltihrellir eða tengt heiðri.

Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Konur eru meirihluti þolanda, þegar kemur að ítrekuðu, alvarlegu ofbeldi og kynferðisbrotum frá hendi maka, núverandi eða fyrrverandi tilkynnt til lögreglu.

Hægt er að fá ráð og hjálp með því að tilkynna til lögreglunnar:


Öryggisáætlun er leið til að vernda öryggi þitt og barnanna þinna, hvort sem þú ert í sambandinu eða hefur ákveðið að fara.


Lögregla hefur skipað heimilisofbeldismálum í forgang og gjörbreytt verklagi sínu í málaflokknum. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi borgráðaranna, koma í veg fyrir ítrekuð afbrot og vanda rannsóknir heimilisofbeldismála, auk þess sem samstarf við félagsþjónustu/barnavernd sveitarfélaganna tryggir að þolendur, gerendur og börn hafa greiðari aðgang að nauðsynlegri þjónustu.

Verklagsreglur lögreglu um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála eru aðgengilegar hér.


Á 112.is má finna upplýsingar um þau úrræði sem eru til aðstoðar fyrir þolendur heimilisofbeldis. 


Þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis

Þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis veita fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar er hægt að fá fjölbreytta aðstoð vegna ofbeldis á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Þjónustumiðstöðvarnar eru þrjár: Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri og Sigurhæðir á Selfossi. Unnið er að opnun Suðurhlíðar, fjórðu þolendamiðstöðvarinnar í Reykjanesbæ á Suðurnesjum.

Lögreglan á aðkomu að öllum þolendamiðstöðvunum og er hluti af margvíslegu svæðisbundnu samráði lögreglunnar í samræmi við verklag lögreglunnar í heimilisofbeldismálum, lögreglulög og markmið um afbrotavarnir í löggæsluáætlun.


 

Þarftu leiðbeiningar um réttarvörslukerfið? Réttarvörslukerfi er samheiti yfir lögreglu, ákæruvald og dómstóla.


 

Réttur þinn – Twoje prawa (útg 2019)

Réttur þinn – Your rights (útg 2019)