Netglæpir 

Þegar þrjótar blekkja og svíkja pening af fólki, kúga það eða áreita á netinu kallast það netglæpur. Netsvik og stafræn brot eru sífellt að færast í aukana og nauðsynlegt er að tilkynna þau til lögreglu til að geta spornað við þeim. Ef þú telur þig hafa lent í netglæp, eða tilraun til netglæps, er mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir og tilkynna það til lögreglu.

Fyrirtæki og stofnanir ættu að tilkynna netöryggisatvik til CERT-IS og öryggisbresti til Persónuverndar.

Fjársvik

Tilkynntu til lögreglu ef peningum var stolið af þér á netinu, til dæmis af korti eða bankareikning, með fölsuðum skilaboðum, á vefverslun, í svikafjárfestingum, með fjárkúgun, ástarsvikum eða á annan hátt. 

Hafðu samband við bankann þinn sem fyrst til að endurheimta peninginn. Því fyrr sem brugðist er við, því meiri líkur eru á að stöðva greiðsluna.

Þótt þú hafir ekki glatað peningum ættir þú að senda ábendingu til lögreglunnar um tilraun til svika á netfangið abendingar@lrh.is.

Vefveiðar

Netsvikarar nýta sér oft tölvupósta, símtöl eða sms-skilaboð til að reyna að gabba fólk og hafa af þeim pening. Oft eru samskiptin undir formerkjum þekktra aðila eins og fyrirtækja, banka, þekktra einstaklinga og jafnvel lögreglu.

Algeng aðferð er að segja að reikningi verði lokað eða gögnum eytt ef þú staðfestir ekki notendanafn og lykilorð. Hótun um yfirvofandi hættu gefur til kynna að um svindl sé að ræða. Aldrei gefa neinum fjaraðgang að tölvunni þinni eða aðgang að bankareikningi undir þessum kringumstæðum. Þessi svik eru hönnuð til að hræða fólk til að bregðast skjótt við.

Fölsuð samskipti og fréttir á samfélagsmiðlum eru að verða sífellt algengari á íslensku. Oft má þó sjá einhver smáatriði sem ganga ekki upp og ættu að vekja grun um svik.

Börn og netöryggi

Samfélagslögreglan sinnir fræðslu og forvörnum vegna netöryggis og er mikilvægur þáttur í vinnu lögreglu í að varna afbrotum. Lesa meira um samfélagslögreglu.

Fræðsla um netöryggi

Undirsíður