Í slíkum tilvikum er ökutækjum lögreglu ekki lagt ólöglega enda gera umferðarlögin ráð fyrir því að reglur sem snúa að lagningum ökutækja gildi ekki um ökutæki lögreglu. Þannig gera umferðarlögin ráð fyrir því að lögreglan geti lagt ökutækjum sínum víðsvegar, enda sé þess þörf vegna starfa hennar.
Þess ber þó að geta að lögreglumenn verða þó að sjálfsögðu að gæta að því að leggja þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Reglur um lagningar ökutækja má finna í 27.-28. gr. umferðarlaga en undanþágu lögreglu má finna í 29. gr. sömu laga. Lögin má finna hérna.
Posted in: Lögreglan