Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 1 – Hverfisgata 113-115, Rvk.

Frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík (lögreglustöð 1) er sinnt verkefnum í stórum hluta borgarinnar (Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur og Háaleiti) og á Seltjarnarnesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Helstu stjórnendur eru Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn, Erna Dís Gunnarsdóttir aðalvarðstjóri, Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri , Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi og Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  asmundur.runar@lrh.is  – erna@lrh.is  – unnar.astthorsson@lrh.is – gudmundur.pall@lrh.isgudmundur.petur@lrh.is

Opið er frá kl. 8.15-16 í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík, nema föstudaga þegar opið er 8:15-12.

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Um er að ræða þjófnaði á nokkur hundruð kílóum af kjötvörum, fatnaði, raftækjum o.fl., en verðmæti þess hleypur á milljónum króna. Mikið af þýfinu fannst á dvalarstað mannsins, en nú er unnið að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur og mun það taka einhvern tíma.

Upplýsingasími lögreglu er 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.
... Sjá meiraSjá minna

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Um er að ræða þjófnaði á nokkur hundruð kílóum af kjötvörum, fatnaði, raftækjum o.fl., en verðmæti þess hleypur á milljónum króna. Mikið af þýfinu fannst á dvalarstað mannsins, en nú er unnið að því að koma hlutunum aftur í réttar hendur og mun það taka einhvern tíma.

Upplýsingasími lögreglu er 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.

3 CommentsComment on Facebook

Þetta er nú bara daglegt brauð hjá mörgum sem glíma við fíknivanda hér í borg og eru oftar en ekki heimilislaus. Mjög mikið af því sem stolið er í Reykjavík finnst svo við hin ýmsu úrræði sem þau leita til. Þetta hafa allir vitað mjög lengi, samt er eins og voða lítið sé að gerast þegar kemur að marg ítrekuðum afbrotum hjá sumum í þessum hópi. Þarna skortir sárlega miklu meiri afskipti lögreglu annars vegar og svo hins vegar auðvitað betri meðferðarúrræði og annað því tengt. Í dag eru það bara gráðugir dílerar sem sjá um þennan hóp og rukkar fólk oft um rándýra stolna hluti fyrir smáskammt. En þangað til meðferðarmál og annað slíkt verður fært til betri vegar og þetta fólk losnar við að þurfa að borga dílernum, þá er þessi bolti hjá ykkur. Reglulegt eftirlit með frekar litlum hópi á fáum stöðum í borginni myndi skila mjög miklu þýfi til baka.

Er hann íslenskur? Það væri tekið fram ef hann væri íslenskur. Annars þagað er það ekki? Er þetra rasistaháttur. Dg var nefnilega að koma fra spáni Þar geisar óöld.

Eldgos er mikið sjónarspil eins og sjá má á myndunum á fésbókarsíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Nýjasta gosið á Sundhnúksgígaröðinni, sem hófst á tólfta tímanum í gærkvöld, er minna en síðasta eldgosið þarna og virðist þegar hafa náð hámarki. ... Sjá meiraSjá minna

Eldgos er mikið sjónarspil eins og sjá má á myndunum á fésbókarsíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Nýjasta gosið á Sundhnúksgígaröðinni, sem hófst á tólfta tímanum í gærkvöld, er minna en síðasta eldgosið þarna og virðist þegar hafa náð hámarki.Image attachmentImage attachment+5Image attachment

4 CommentsComment on Facebook

Strach mieszkać tam

O ja strasznie

Takk fyrir.

🤗🤗

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. ... Sjá meiraSjá minna

16 CommentsComment on Facebook

Þið gætuð farið að rannsaka sjálfstæðisflokkinn.

Nei takk. Þið eruð búin að sýna og sanna hver þið eruð. Undirmönnuð, meðvirk og spillt. Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur, þetta er sorglegt hvernig þið hafið brugðist. Svo til að toppa allt þá upplýsið þið i fjölmiðlum hversu vanmáttug þið eruð. Þannig að glæpafólkið veit að þið hafið ekki roð í þetta og flykkjast hér inn og láta hendur standa fram úr ermum vitandi að þau komast upp með þetta. Glæsileg frammistaða.

Eru þið búnir að taka við nýju upplýsingunum um Geirfinnsmálið?

Hahaha nei takk. Ekki hægt að treysta ykkur vegna hegðun ykkar, spillingu og ábyrgðarleysis á háu stigi

Vinkona mín hefur nú hringt og farið til ykkar til að tilkynna brot og þið viljið ekki hlusta á hana og segið henni bara að fylla út á netinu 🤔

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram