Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 2 – Flatahraun 11, Hfj.

Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.

Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng: skuli.jonsson@lrh.issaevarg@lrh.ishelgig@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Á þessum dögum ársins berast lögreglu iðulega tilkynningar vegna ónæðis af völdum skoteldasprenginga seint á kvöldin og fram eftir nóttu á höfuðborgarsvæðinu.

Því viljum við minna fólk á að í reglugerðinni um notkun skotelda segir m.a. að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð, 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá kl. 22.00 til kl. 10.00 daginn eftir að undanskilinni nýársnótt.

Óheimilt er að breyta á nokkurn hátt skoteldi þannig að hann hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til. Við meðferð og vörslu skotelda skal ítrustu varúðar gætt og ætíð farið eftir skráðum leiðbeiningum.

Að síðustu vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja öll til að nota þar til gerð hlífðargleraugu þegar skoteldar, bálkestir og brennur eru annars vegar.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Alltaf gleraugu .Þetta var manni kennt við efnafræðitilraunir 1966 .Alltaf nota gleraugu .

Reglulega skapast umræður um svokallaðar skotkökur og samtengingar á þeim. Gott er að taka fram að allar breytingar á flugeldum frá því sem framleiðandi ætlar, eru bannaðar. Lögreglan hefur eftirlit með söluaðilum og gætir þess að þar sé reglum framfylgt, hvað varðar sölu á flugeldum og þeim tegundum sem eru í boði. Við viljum að lokum minna á mikilvægi þess að fara varlega með skotelda og vera alltaf með öryggisgleraugu. ... Sjá meiraSjá minna

Nú þegar áramótin eru fram undan er ekki úr vegi að rifja upp nokkur mikilvæg atriði sem snúa að skoteldum. Í reglugerð um skotelda segir t.d. að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð, 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá kl. 22.00 til kl. 10.00 daginn eftir að undanskilinni nýársnótt. Óheimilt er að breyta á nokkurn hátt skoteldi þannig að hann hljóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlaðist til. Við meðferð og vörslu skotelda skal ítrustu varúðar gætt og ætíð farið eftir skráðum leiðbeiningum. Við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys.

Að síðustu vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja alla til að nota þar til gerð hlífðargleraugu þegar flugeldar, bálkestir og brennur eru annars vegar.
... Sjá meiraSjá minna

4 CommentsComment on Facebook

Tókum tillit til dýranna og þetta er ekki grín.

Óskandi væri að skot og flugeldar yrðu með öllu bannaðir. Nær væri að eyða peningum í eitthvað annað. Öll þessi þúsund vörubretti sem brennd eru um áramót og 13ándan er efniviður til margra nytsamlegra verka, frekar en að brenna bara fyrir stutta skemmtun brennuvarga. Ef fólk hugsaði um að hafa “Hreint Ísland, ómengað land.” ætti fólk ekki að búa til allan þennan reyk. Reykur í loftinu þynnist en hverfur ekki. Einn daginn mun reykurinn þéttast og þá er of seint að reyna að bjarga jörðinni. Reykurinn hverfur ekki. Hann þynnist þar til hann byrjar að þéttast aftur og þá er of seint að bregðast við. Hættið þessu núna og hugsið hvernig andrúmsloftið á að vera fyrir börn ykkar og barnabörnin og barnabarnabörnin. Eiga þau að nota grímur til að anda að sér fersku lofti?

þetta fyrirbæri sem þið eruð að tala um er fyrst og fremst hugsað til að horfa á fljúga um. ekki til að skjóta eitt eða neitt. enda notar þetta enginn maður. skoteldasýning. what a joke

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram