Rannsóknir eru einnig mikilvægar til þess að starf lögreglu sé faglegt, öruggt og gefandi fyrir lögreglumenn sem skilar sér út í samfélagið.

Rannsóknir sem framkvæmdar eru á vegum lögreglunnar snúa aðallega af því að setja afbrotatölfræði í fræðilegt samhengi, kanna ýmsa þætti lögreglustarfa, öryggistilfinningu borgaranna, og síðast en ekki síst samskipti lögreglu og borgara.

Hér má finna samantekt af þeim fræðilegu rannsóknum sem unnar hafa verið af lögreglunni og/eða í samvinnu við lögregluna. Þá er átt við rannsóknir sem tengjast afbrotum eða löggæslu á einhvern hátt.

  • Reynsla landsmanna af afbrotum og viðhorf til lögreglu
  • Aðrar rannsóknir

Í rannsókn á reynslu landsmanna af afbrotum sem er almennt lögð fyrir árlega er spurt m.a. hvort íbúar hafi orðið fyrir ofbeldi, kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðislegri myndbirtingu, tölvubroti, innbroti, þjófnaði og eignaspjöllum.

Undirsíður