23 Október 2024 13:29

Í október eru margir grunnskólar með vetrarfrí. Að gefnu tilefni er því rétt að minna á nokkur ráð er varðar forvarnir.

Fleiri börn eru á ferli og því er aldrei of oft minnt á endurskinsmerki nú þegar dagarnir eru farnir að styttast. Samgöngustofa hefur tekið saman helstu ráð er varðar endurskinsmerki. Förum varlega í umferðinni, sérstaklega þegar er blautt, jafnvel ísing á vegum og dimmt.

Útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri ekki vera úti eftir kl. 20.  Ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22.00  Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.  Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Foreldrum og forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma. Nálgast má upplýsingar um útivistartímann á nokkrum tungumálum hjá Miðstöð máls og læsis hjá Reykjavíkurborg. 

Jákvæð og virk samvera barna og foreldra skiptir miklu máli til að draga líkum á áhættuhegðun.  Hér má sjá góð ráð frá Heimili og skóla og á vef Heilsuveru er t.d. bent á að lesa saman eða fara saman í gönguferð í almenningsgarð eða niður í fjöru.

Æ algengara er að fjölskyldur fari að heiman í vetrarfrí í samræmi við stundaskrár skóla.  Í ljósi þess er gott að hafa í huga ráðleggingar gegn innbrotum. Munum eftir því að vera með góðar læsingar og ef hægt er góða lýsingu bæði inni og fyrir utan, helst á tímastilli. Förum svo einn hring áður en lagt er á stað til að tryggja að allir gluggar og hurðir sé vel læstar.

Nágrannavarsla hefur sýnt sig vera áhrifarík leið til að draga úr innbrotum og öðrum afbrotum í nærumhverfi.


In October, many primary schools have a winter break. Given the occasion, here are some tips regarding prevention.

More children might be walking around. Please make sure that both you and your children attach reflectors on your outerwear now that the days are getting shorter.  The Icelandic Transport Authority has compiled great advice regarding reflectors. We should also be careful when driving around, especially when it is dark, wet and/or icy road conditions.

Outdoor hours for children and teenagers changed on September 1st according to the Children‘s Protection Law nr. 80/2002.  From that time, 12-year-olds and younger are not allowed to be outside after 8 p.m.  Young people between the ages of 13 and 16 are not allowed to be outside after 22:00 Children are not allowed to be outside the aforementioned hours unless accompanied by an adult.  The rules for the latter group may be deviated from when teenagers are returning from a recognised school, sports or youth gathering. Parents and guardians are of course allowed to set rules for their children that shorten those outdoor hours. Information about outdoor hours for children can be obtained in several languages from the Center for Language and Literacy at the City of Reykjavík.

Positive and active interaction between children and parents is of great importance to reduce the likelihood of risky behaviour by the child.  Here is advice on interaction from the website Heilsuvera, the health gateway which include recommendations on reading together or going for a walk together in a park or down to the beach.

It is increasingly common for families to leave home for winter holidays in accordance with school schedules.  In light of this, it is good to keep in mind advice against burglary. Remember to have good locks on doors and windows and if possible good lighting both inside and outside, preferably on a timer.  Make sure before leaving that all windows and doors are well locked.

Neighbourhood watch has also proven to be an effective way to reduce burglaries and other crimes in the local area.