Samfélagslögreglumenn heimsækja leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, auk félagsmiðstöðvar, stofnanir og félög til að miðla upplýsingum um öryggi og forvarnir. Markmiðið er að efla þekkingu og öryggi, með fræðslu um viðeigandi þemu sem eins og t.d. samskipti, netöryggi, ofbeldi, umferðaröryggi eða áfengis- og vímuefnavarnir. Þessar heimsóknir efla tengslin á milli lögreglu og íbúa, byggja traust og stuðla að auknu öryggi.
Hafðu samband við þitt lögregluembætti til að óska eftir heimsókn frá samfélagslögreglumönnum.
Kynntu þér samfélagsmiðla samfélagslögreglumanna: