Nauðungarstjórnun er þegar að maki, eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf eða sjálfur. Sá sem býr við nauðungarstjórnun er þannig einskonar gísl í sínu eigin lífi.

 

Efnið er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith. Hún er fyrrum lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánu sambandi. Hún vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleiri starfsmanna réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af maka, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi.

 

Nauðungarstjórnun og átta stiga tímalína í manndrápsmálum í nánu sambandi