Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Vestfirðingar taka höndum saman um Öruggari Vestfirði

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sýslumaðurinn á Vestfjörðum, sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Menntaskólinn á Ísafirði, Framhaldsskóladeild …

Jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefna.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur endurnýjað jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefnu þess, sjá meðfylgjandi viðhengi. Jafnréttisáætlun LVF Jafnlaunastefna LVF    

Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum

Hafnarstræti 1
400 Ísafirði
Beinn sími: 444 0400
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Með lögreglustjórn í umdæminu fer lögreglustjórinn á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði.

Sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum eru:
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu en í dag er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Barðastrandarsýslur ná frá syðsta hluta Vestfjarðarkjálkans, frá botni Gilsfjarðar að austanverðu út á Látrabjarg að vestan og norður að Langanesi í Arnarfirði. Margar eyjar Breiðafjarðar tilheyra sýslunni.

Strandasýsla heitir eftir strandlengjunni frá Hrútafirði norður að Geirólfsnúpi.
Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í Horn og þaðan í Geirólfsnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk Ísafjarðar- og Strandasýslu eru.

Þannig nær umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum yfir nær allan Vestfjarðarkjálkann að undaskildum Bæjarhreppi í Strandasýslu, en hann sameinaðist Húnaþingi Vestra þann 1. janúar 2012. Umdæmið nær norður Strandir og fyrir Hornbjarg, suður fyrir Látrabjarg til Gilsfjarðar. Sýslumörk eru áfram við Vestur-Húnavatnssýslu í austri, Mýrasýslu og Dalasýslu í suðri.

Flatarmál Vestfjarða er 9.356 ferkílómetrar. Þar af eru eyjar og sker 21.5 ferkílómetrar. Til samanburðar er flatararmál Íslands, með eyjum og skerjum, 102.712 ferkílómetrar. Embættinu tilheyrir ein lengsta strandlengja landsins eða rúmlega 2000 km. Strandlengja Íslands er í heild 4970 km. Stofn- tengi- og landsvegir, auk héraðsvega að öllum byggðum bæjum sem hafa ábúendur (lögheimili) í umdæminu, eru samtals 1553 km.

Íbúar í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. janúar 2014 voru 6972 og skiptust þannig eftir sveitarfélögum:
Bolungarvíkurkaupstaður 950, Ísafjarðarbær 3639, Súðavíkurhreppur 202, Árneshreppur 53, Kaldrananeshreppur 105, Strandabyggð 506, Reykhólahreppur 271, Vesturbyggð 949 og Tálknafjarðarhreppur 297.

Lögreglustöðvar eru á Ísafirði, Hólmavík og á Patreksfirði og lögreglumenn eru 20 talsins.

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Raknadalshlíð og Kleifaheiði - lokun - snjóflóðahætta.

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað nú í kvöld. Snjóflóð hafa fallið á þessu svæði og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundirnar.

Í fyrramálið verður staðan metin með opnun í huga.

Vegfarendur sem þurfa að fara þessa vegi eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð á vefsíðunni umferdin.is, sjá hlekkinn hér að neðan.

umferdin.is/kafli/90530
... Sjá meiraSjá minna

Raknadalshlíð og Kleifaheiði - lokun - snjóflóðahætta.

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað nú í kvöld.  Snjóflóð hafa fallið á þessu svæði og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundirnar.

Í fyrramálið verður staðan metin með opnun í huga.

Vegfarendur sem þurfa að fara þessa vegi eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð á vefsíðunni umferdin.is, sjá hlekkinn hér að neðan.

https://umferdin.is/kafli/90530

Eldur borinn að sorpgámi á Ísafirði - óskað upplýsinga.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta íkveikju í ruslagámi sem staðsettur var utandyra, upp við húsvegg Grunnskólans á Ísafirði.

Tilkynning barst Neyðarlínu 112 föstudagskvöldið 24. janúar sl., kl. 19:25. Þarna var um að ræða ruslagám sem innihélt pappa til endurvinnslu.

Talið er að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum og er litið á þennan verknað alvarlegum augum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um hver eða hverjir hafi verið þarna að verki, eru beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum í síma 4440400.
... Sjá meiraSjá minna

Eitt og annað hefur komið inn á borð lögreglunnar á Vestfjörðum sl. viku sem þó var fremur róleg.

Um miðjan dag sl. þriðjudag var ökumaður handtekinn, grunaður um ölvun við akstur í miðbæ Ísafjarðar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var dregið úr honum til frekari rannsóknar.

Þá var tilkynnt um eld í ruslagámi við grunnskólann á Ísafirði um kvöldmatarleytið á föstudag. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar slökkti í gámnum. Ekki er ljóst hvernig eldurinn barst í innihald gámsins, sem mikið til var pappi. En hafi einhver borið eld að innihaldinu er það grafalvarlegt. Ekki þarf að tíunda hættuna sem skapast getur af slíkri háttsemi hvað þá ef stutt er í nærliggjandi hús.

Sama dag fékk lögregla tilkynningu um einstakling sem væri að fljúga dróna nærri opinberri byggingu. Rætt var við einstaklinginn og honum gert að láta af háttseminni.

Tvö slys urðu um borð eða í tengslum við skip í síðustu viku. Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða en einsýnt þykir að lítið hefði þurft til að mun verr hefði getað farið.

Þá var tilkynnt um slys á Patreksfirði að kvöldi laugardagsins en þar var um minniháttar meiðsli að ræða einnig.

Að morgni laugardags barst lögreglu tilkynning um klórleka í húsnæði sundlaugarinnar á Hólmavík. Við nánari athugun kom í ljós að málið væri mjög lítilsháttar og ekki þörf á nokkurri aðstoð.

Þorrablót fóru víða fram í umdæminu um helgina. Engin teljandi mál voru tilkynnt til lögreglu í tengslum við þau.

Tilkynnt var um dauða og veika fugla í vikunni. Þeim var komið í viðeigandi hendur. Brýnt er að fólk sem kemur að dauðum eða veikum fuglum hafi samband við 112 með staðsetningu þeirra. Þá er skynsamlegt að láta það vera að taka þá með sér eða handfjatla þá með nokkru móti. Það er MAST (Matvælastofnun) sem hefur með þennan málaflokk að gera.

Einn ökumaður var í vikunni stöðvaður á Ísafirði fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar fyrir ógætilegan akstur á bifreiðastæði. Þá hefur lögregla rætt við nokkra einstaklinga vegna vanrækslu á stefnuljósanotkun. Athygli vekur hve margir láta hjá líða að nota stefnuljós, ekki síst ungir ökumenn. Verði sá háttur áfram á mega ökumenn búast við því að sektum verði beitt enda einstaklega lítil fyrirhöfn að gefa blessuð stefnuljósin, sem geta aftur á móti liðkað mikið fyrir í umferðinni og aukið öryggi hennar. Um það snýst jú málið.
... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

ein spurning. á ekki að tilkynna um veika eða dauða fugla til Mast. ? en ekki neyðarlínu

Smá fyrirspurn vegna drónaflugsins, þar sem ég þarf stundum að fljúga í kringum hús hér í bæ til að ná myndum af þeim, hvaða reglur eru um þessi hús (og hvaða hús eru þetta) og hvar finn ég þær? Takk takk :)

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram