Lögreglustjórinn á Suðurlandi ábyrgist að jafnlaunastjórnunarkerfi embættisins sé í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem þau gera óháð kyni. Launaákvarðanir eru byggðar á kjara- og stofnanasamningum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Bregðast skal við með stöðugum umbótum ef óútskýrður kynbundinn launamunur kemur í ljós. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls starfsfólks.
Yfirlögregluþjónn stoðdeildar er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess.
Með innleiðingunni skuldbindur embættið sig til þess að:
Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi, skjalfesta og viðhalda í samræmi við
staðalinn ÍST 85.
Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru hverju sinni.
Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða
jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn
launamunur sé til staðar.
Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar árlega.
Bregðast við frávikum, athugasemdum og ábendingum með stöðugum umbótum
og eftirfylgni.
Framkvæma innri úttekt árlega.
Halda rýnifund stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og
rýnd.
Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á vefsíðunni www.logreglan.is.
Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.
21.02.2024
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Við verðum hér í kvöld, hlökkum til að mæta! ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Frá því á föstudag eru skráð sjö umferðarslys hjá lögreglunni á Suðurlandi. Í þremur af þessum umferðarslysum voru meiðsli á fólki og í einu tilfelli var um alvarlegt umferðarslys að ræða og það á minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Alls hafa tólf einstaklingar slasast í umferðinni í umdæminu, frá því á föstudag.
Af öðrum málum er það að segja að fjórir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur. Tveir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir fyrir ölvunarakstur.
Eitt fíkniefnamál kom upp og er til rannsóknar.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 120 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Enn og aftur hefur lögregla afskipti af ökumönnum, þar sem barn er laust í bifreiðinni. Slíkt er með öllu ótækt.
Sex hegningarlagabrot eru skráð, tvö þjófnaðarmál, eitt fjársvikamál og þrjú líkamsárásarmál. Tvö af líkamsárásarmálunum teljast til heimilisofbeldis.
Samfellt eftirlit er með atvinnutækjum og upp komu mál er varða ranga notkun ökurita auk aksturs í atvinnuskyni án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi.
... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Er ekki kominn tími á að hefja aftur áróður fyrir bílbelta og barnastólanotkun, það eru ekki sem telja þessi öryggistæki sjálfsagðan hlut.
Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut.
Á áttunda tímanum í kvöld varð alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt frá Þrastarlundi. Árekstur varð milli tveggja bifreiða. Alls voru sex aðilar í slysinu. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu til Reykjavíkur en aðrir fluttir með sjúkrabifreiðum á heilbrigðisstofnanir. Auk lögreglu, sjúkraliðs og Landhelgissgæslu komu Brunavarnir Árnessýslu einnig að verkefninu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Takk fyrir aðstoðina allir sem komu að þessu slysi, fagfólk og vegfarendur, sérstaklega unga konan sem var með sofandi börn í bílnum og ungafólkið sem var fyrst á vettvang og aðstoðaði okkur. Takk fyrir og hugið að ykkar andlegu líðan eftir svona reynslu.