Lögreglan á Vestfjörðum Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt.  Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.

 

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

 

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs­hæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,

Ísafirði, 2. desember 2021

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á Vestfjörðum - þátttaka í orkuskiptum

Nú hefur lögreglan á Vestfjörðum tekið í notkun Teslu Y bifreið sem er staðsett á Patreksfirði. Sú bifreið hefur uppkallsnúmerið 231.

Um er að ræða nýja rafmagnsbifreið sem kemur í stað eldri lögreglubifreiðar sem knúin var með díselvél.

Fyrr á þessu ári var Tesla Y bifreið tekin í notkun á norðanverðum Vestfjörðum, n.t.t. á Ísafirði.

Áætlanir eru um að taka í notkun þriðju Tesluna sem myndi verða staðsett á Hólmavík.

Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum af nýju lögreglubifreiðinni á fögrum sumardegi í Vesturbyggð.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á Vestfjörðum - þátttaka í orkuskiptum

Nú hefur lögreglan á Vestfjörðum tekið í notkun Teslu Y bifreið sem er staðsett á Patreksfirði.  Sú bifreið hefur uppkallsnúmerið 231.

Um er að ræða nýja rafmagnsbifreið sem kemur í stað eldri lögreglubifreiðar sem knúin var með díselvél.

Fyrr á þessu ári var Tesla Y bifreið tekin í notkun á norðanverðum Vestfjörðum, n.t.t. á Ísafirði.

Áætlanir eru um að taka í notkun þriðju Tesluna sem myndi verða staðsett á Hólmavík.

Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum af nýju lögreglubifreiðinni á fögrum sumardegi í Vesturbyggð.

7 CommentsComment on Facebook

Er hún ekki knúin rafmótor sem knúinn er af rafmagni framleiddu með díselolíu🤔

Fjóra mánuði ársins þarf að kynda húsin með díselolíu vegna raforkuskorts hérna fyrir vestan þannig að þetta er sýndarmennska. Rafmagnið sem notað á þennan bíl sem og aðra þýðir bara meiri olía í húshitun á veturna.

Frábært, til hamingju með það😎

Þetta hlýtur að vera plat, það hefur ekki verið fagur sumardagur í Vesturbyggð í allt sumar 😂

Mér sýnist þurfa endurnýja vælubílinn líka á svæðinu,, spurning um aðra Teslu…. Til hamingju! 😎

View more comments

Árekstur og afstunga.

Síðast liðinn laugardag, 22/6, á meðan á knattspyrnuleik Vestra og Vals stóð var ekið utan í bifreið sem var kyrrstæði sunnan við Kerecisvöllinn við Torfnes Ísafirði. Viðkomandi sinnti ekki skyldum vegfarenda um að nema staðar og gera ráðstafanir vegna umferðaóhappsins.
Óskar lögreglan því eftir upplýsingum eða vitnum að atburðinum. Líklegt þykir að um stærri bifreið hafi verið að ræða. Hafi henni verið bakkað aftan á bifreið sem stóð á bílastæðinu milli vallarins og Skutulsfjarðarbrautar, vallar megin.

Hafi einhver upplýsingar í fórum sínum eða þá myndefni af umræddu svæði á umræddu tímabili má sá hinn sami setja sig í samband við lögreglu annað hvort í síma 444-0400 eða með tölvupósti á netfangið 1808@logreglan.is
... Sjá meiraSjá minna

Árekstur og afstunga.

Síðast liðinn laugardag, 22/6, á meðan á knattspyrnuleik Vestra og Vals stóð var ekið utan í bifreið sem var kyrrstæði sunnan við Kerecisvöllinn við Torfnes Ísafirði. Viðkomandi sinnti ekki skyldum vegfarenda um að nema staðar og gera ráðstafanir vegna umferðaóhappsins.
Óskar lögreglan því eftir upplýsingum eða vitnum að atburðinum. Líklegt þykir að um stærri bifreið hafi verið að ræða. Hafi henni verið bakkað aftan á bifreið sem stóð á bílastæðinu milli vallarins og Skutulsfjarðarbrautar, vallar megin.

Hafi einhver upplýsingar í fórum sínum eða þá myndefni af umræddu svæði á umræddu tímabili má sá hinn sami setja sig í samband við lögreglu annað hvort í síma 444-0400 eða með tölvupósti á netfangið 1808@logreglan.is

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vill koma á framfæri í sambandi við fyrri tilkynningu er varðar meinta alvarlega líkamsárás og tilraunar til manndráps sem átti sér stað í heimahúsi í Súðavík að kvöldi 11. júní sl. Þann 12. júní sl, var sakborningi gert að sæta vikulöngu gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins. Rannsókn málsins hefur gengið vel og liggur fyrir nokkuð greinagóð mynd af atburðarrás.
Núna í morgun var gerð krafa til Héraðsdóms Reykjavíkur um að sakborningi verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. Júlí 2024, kl. 11:00.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram