Jafnréttisáætlun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.
Jafnréttisáætlun LRH gildir til þriggja ára í senn.
Leiðarljós
Embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði starfsfólks er virt í hvívetna. Allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína.
Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar LRH er að koma á og viðhalda jafnrétti meðal starfsfólks, jafna stöðu og virðingu þess innan LRH og auka meðvitund stjórnenda og starfsfólks um mikilvægi þess að öll fái að njóta sín óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, samfélagsstöðu, trúarbrögðum, uppruna eða litarhætti.
Áhersla er lögð á:
Skipulag og ábyrgð
Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan embættisins.
Jafnréttisáætlun er yfirfarin í heild á þriggja ára fresti. Á hverju ári er farið yfir markmið jafnréttisáætlunar með stjórnendum og stöðu mála í samræmi við árangursmælikvarða í tengslum við rýni æðstu stjórnenda á árangur jafnlaunakerfisins, þ.e. hvort kerfið sé fullnægjandi og virkt.
Jafnréttisfulltrúar LRH
Lögreglustjóri skipar jafnréttisfulltrúa LRH til þriggja ára í senn og tryggir viðkomandi einstaklingum svigrúm til að sinna verkefnum sínum. Jafnréttisfulltrúar vinna að jafnréttismálum innan LRH og eru starfsfólki LRH og tengdum aðilum, s.s. jafnréttisfulltrúa lögreglunnar hjá RLS og jafnréttisnefnd lögreglunnar, til aðstoðar og ráðgjafar.
Jafnréttisfulltrúar LRH 2022-2025 eru:
• Agnes Ósk Marzellíusardóttir, rannsóknarlögreglumaður
• Stefán Elí Gunnarsson, lögreglumaður
Aðgerðaráætlun
1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
Í árslok 2021 var hlutfall kvenna rúmlega 34% meðal lögreglumanna og rúmlega 65% meðal borgaralegra starfsmanna hjá LRH en lögreglumenn eru 77% starfsfólks. Hlutfall kvenna meðal lögreglumanna lækkar eftir því sem ofar dregur í starfstigum. Kynjahlutföll í yfirstjórn LRH eru 45% konur og 55% karlar.
2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða
4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða
5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf
6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið hjá LRH
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. ... Sjá meiraSjá minna
14 CommentsComment on Facebook
Eru þið búnir að taka við nýju upplýsingunum um Geirfinnsmálið?
Nei takk. Þið eruð búin að sýna og sanna hver þið eruð. Undirmönnuð, meðvirk og spillt. Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur, þetta er sorglegt hvernig þið hafið brugðist. Svo til að toppa allt þá upplýsið þið i fjölmiðlum hversu vanmáttug þið eruð. Þannig að glæpafólkið veit að þið hafið ekki roð í þetta og flykkjast hér inn og láta hendur standa fram úr ermum vitandi að þau komast upp með þetta. Glæsileg frammistaða.
Þið gætuð farið að rannsaka sjálfstæðisflokkinn.
Hahaha nei takk. Ekki hægt að treysta ykkur vegna hegðun ykkar, spillingu og ábyrgðarleysis á háu stigi
Hef reynt þetta. Var sagt að það væri ekki rekið við upplýsingum nema ég gæti sannað brotið.
Að gefnu tilefni vill Vegagerðin benda á að þar sem unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar eru í gildi hraðatakmarkanir, sem vegfarendur er beðnir um að virða. Á framkvæmdasvæðinu er 70 km/klst, en á svæðinu frá Hafnarfirði vestur fyrir Straum er 50 km/klst og 30 km/klst um hjáleið um Straumsvík. ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Vegna samtals sem ég átti við "ykkur" Og sú sem svaraði var SNÖGG að vísa til lögfræði. Sagðist ekki hafa heimildir til að fylgja eftir ábendingu. Afsakanir fyrir 6 ára LANDASÖLU.. sem aldrey hefur fundist. Það er hreint út ótrúlegt hversu mörg mál hér á landi "strandi" á símasamskiftum. Ég er farinn í sveitina.!! --..--.,\
Ótrúlegt hve oft er tekið fram úr á þessum kafla, á óbrotinni línu 🫣
Ég legg til að þið lærið á SÍMA. Snúrur geta verið skornar. Skæri VIRKA. B.S.
Vegna jarð- og lagnavinnu á Selásbraut í Reykjavík verður götunni lokað á milli Vesturáss og Viðaráss frá kl. 9 þriðjudaginn 19. nóvember til kl. 16 föstudaginn 22. nóvember. Hjáleið er um Suðurlandsveg og Breiðholtsbraut.
Reynt verður að ljúka framkvæmdum eins fljótt og auðið er, en verkið er háð veðri og geta tímasetningar raskast eitthvað.
... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú er ennþà opið fyrir umferð, og kl orðin 15. Er buið að fresta þessu eitthvað?
Vonandi er búið að gera ráðstafanir fyrir fólk sem býr þarna að komast til síns heima 😊