Jafnlaunastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.
Jafnlaunakerfi embættisins er í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85 og nær til alls starfsfólks embættisins.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skuldbindur sig til að:
Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.
Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
Gera innri úttekt og halda rýni yfirstjórnar árlega.
Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.
LRH hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks ásamt jafnréttisáætlun og byggir jafnlaunastefna embættisins á henni. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá embættinu. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og annað starfsfólk jafnframt minnt á mikilvægi þess að öll fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.
Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem og aðra mismunun og er hluti af launastefnu embættisins.
Jafnlaunakerfið skal rýnt árlega og taka stöðugum umbótum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
Jafnlaunastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.
Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Út er komin ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2023, en í henni er farið yfir helstu verkefni embættisins. Af nógu var að taka enda síðasta ár mjög annasamt. Fjögur manndrápsmál voru til rannsóknar, auk nokkurra skotárása, svo fátt eitt sé nefnt. Heildarfjöldi allra mála sem var skráður hjá embættinu var um 70 þúsund. Þau voru af ýmsu tagi en töldust þó flest hefðbundin. Verkefni lögreglu og áherslur hennar hafa samt tekið breytingum í áranna rás, rétt eins og þjóðfélagið sjálft. Athygli er vakin á því allar ársskýrslur embættisins, 2007-2023, er að finna á lögregluvefnum. ... Sjá meiraSjá minna
8 CommentsComment on Facebook
The outcome of one in particlar was absolutely wrong.
Gledileg Jól🎄🫂🚔
Vonandi verður kæru fulltrúar laga og réttar næsta ár ykkur gæfuríkara okkur til. Heilla ekki eins þetta ár sem búið vera mjög erfitt. Alltof margir hafa verið myrtir sem er eingann veginn lagi svo ekki sé meira sagt
Takk fyrir ykkur ❤️
Ekki gleyma mikilvægasta bankanum! ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.1 CommentComment on Facebook
🤣
Lögreglan minnir á að sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi er 50 þúsund krónur. Upphæðin er þó smáaurar í samanburði við tjónið sem getur orðið þegar árekstur verður af þeim sökum. Slys á fólki er svo annað og miklu verra sem getur hlotist af þegar um slíkt gáleysi er að ræða.
Þetta er nefnt hér vegna þeirrar fífldirfsku alltof margra ökumanna sem leyfa sér þá ósvífni að aka gegn rauðu ljósi í umferðinni. Sú ákvörðun er ávallt glórulaus og skapar mikla, óþarfa hættu, en því miður er þetta algeng sjón í umferðinni.
Sýnum öðrum vegfarendum virðingu og ökum EKKI gegn rauðu ljósi.
... Sjá meiraSjá minna
24 CommentsComment on Facebook
Hvar er eftirlit og sýnileiki lögreglu í umferðinni ? Akreinasvig, bílar sem “ýta á eftir öðrum” vegna þess að þeir vilja keyra langt umfram löglegan hraða og skapa þar með aukna hættu í umferðinni , hægri hönd ratar ekki á stefnuljós, þetta eru einnig atriði sem er mjög ábótavant í umferð borgarinnar í dag og hefur farið síversnandi. Bætið sýnileika og sinnið löggæslu, ef lögreglan gerir það ekki er bara gengið á lagið og lög og reglur verða bara grá óskýr lína.
Sektin í Noregi fyrir akstur mót rauðu ljósi er 10.200 NOK eða 126.000 íslenskar plús þrír punktar. Það er 150% hærri sekt en hér. Umferðarsektir á Íslandi hafa verið óbreyttar frá 2019 og eru allt of lágar.
Á Íslandi fara nær undantekningarlaust einn til tveir bílar yfir á rauðu ljósi. Á Miklubrautinni fleiri. Þegar ég stoppa á Kringlumýrarbrautinni á rauðu ljósi áður en ég tek vinstri beygju á Miklubrautina þá flauta stundum fyrir aftan þeir sem ætluðu yfir á rauðu.
Lögreglan þarf að vera sýnilegri!!
Vil minna á að þegar bíll er kominn yfir stöðvunnarlínu þá er hann kominn inn á gatnamót og þá þarf umferð úr öðrum áttum að víkja fyrir ef slíkt gerist áður en ljósið varð rautt. Maður sér það mjög oft líka að fólk úr öðrum áttum bíður ekki eftir að gatnamót hreinsist áður en það ekur af stað eins og umferðarlög segja til um. Ég hef líka séð lögreglunna keyra yfir stöðvunnarlínu þó ljósið sé rautt og það ætti að vera hiklaust akstursbann sem lögreglumaður. 6 gr. umferðarlaga bannar óhreinkun vega, en í kringum flest framkvæmdasvæði er drulla, möl og óhreinindi á vegum og farartæki sem hafa engin skráningarmerki í umferð að dreifa skít sem við öll öndum að okkur og styttir lífsgæði. Samskip keyrir vinnuvél frá sínu vinnusvæði með 30 tonna trailer í eftirdragi án þess að nokkur segi neitt og Aðföng þar á móti eru með óskráðar vinnuvélar að vinna úti á vegi við framkvæmdir við sitt hús. Þær keyra svo bara í burt í umferðinni. Hvernig er annars með rannsóknina á dauðaslysinu í Lækjargötu? Var það eitthvað flókið að komast að því að vinnuvél væri í órétti í umferðinni þegar gaflar skotbómulyftara drepa einstakling? Af hverju er þetta ekki komið? www.rnsa.is/umferd/slysa-og-atvikaskyrslur/