9 Febrúar 2017 15:07
Uppfært kl. 17:55
Lögregla á Suðurlandi, tæknideild lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og sérfræðingar kennslanefndar ríkislögreglustjóra hafa nú lokið vinnu á vettvangi við Heiðarveg og lík mannsins verið flutt til krufningar. Sem fyrr segir er dánarorsök óþekkt og mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar munu væntanlega liggja fyrir á mánudag. Ekki hafa fundist vísbendingar sem benda til saknæms verknaðar.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að sinni.
Kl. 14:22 í dag fékk lögreglan tilkynningu um að maður hafi fundist látinn á auðri lóð við Heiðarveg á Selfossi. Lögregla er við störf á staðnum og hefur vettvangi verið lokað á meðan svo er. Líkið er talið vera af erlendum aðila búsettum á Selfossi.
Vettvangur verður rannsakaður með aðstoð tæknideildar lögreglu eins og venja er þegar líkamsleifar finnast á víðavangi en ljóst er að dánarorsök mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að sinni.