Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kærumóttaka

Stöndum saman gegn ofbeldi

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.

Reglulega er tilkynnt um innbrot í bíla í umdæminu, en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta enda er jólagjafavertíðin á fullu þessa dagana. Því er full ástæða til að ítreka þessi varnaðarorð. Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður í gangi á meðan skroppið er frá.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.

Reglulega er tilkynnt um innbrot í bíla í umdæminu, en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta enda er jólagjafavertíðin á fullu þessa dagana. Því er full ástæða til að ítreka þessi varnaðarorð. Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður í gangi á meðan skroppið er frá.

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum, einkum í efri byggðum og á Kjalarnesi. Fólk sem er á leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ætti líka að hafa þetta hugfast, en mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld ef spáin gengur eftir. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Sömuleiðis á Kjalarnesi, eins og áður sagði, en þar er varað við leiðindaveðri og færð á milli kl. 16 og 19. ... Sjá meiraSjá minna

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum, einkum í efri byggðum og á Kjalarnesi. Fólk sem er á leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ætti líka að hafa þetta hugfast, en mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld ef spáin gengur eftir. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Sömuleiðis á Kjalarnesi, eins og áður sagði, en þar er varað við leiðindaveðri og færð á milli kl. 16 og 19.

3 CommentsComment on Facebook

Þegar byrjað í Árbænum 😬

Jeij

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi - vitni óskast

Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð, en þær voru allar kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Austurströnd þegar verknaðurinn átti sér stað. Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af. Svo virðist sem hinn óprúttni aðili hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni, en bifreiðarnar, sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum, voru við Austurströnd 2-10.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi - vitni óskast

Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð, en þær voru allar kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Austurströnd þegar verknaðurinn átti sér stað. Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af. Svo virðist sem hinn óprúttni aðili hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni, en bifreiðarnar, sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum, voru við Austurströnd 2-10.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is

3 CommentsComment on Facebook

Er engri myndavél beint á bílastæðin? Þetta er svo gremjulegt og rándýrt að láta gera við ææ.

Er þetta ekki dálítið seint á ferðinni hugsanlegir sjónarvottar löngu búnir að gleyma.

Hún Dóra Björt hjá borgini lýsti því yfir á samfélagsmiðlum fyrir nokkru að hana dreymdi um að lykla bíla. Er búið að tala við hana?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram