Götum lokað á morgun í tengslum við Norðurlandaráðsþing
Dagana 28. – 31. október verður þing Norðurlandaráðs 2024 haldið í Reykjavík. Þingið fer fram á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Friður og …
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Dagana 28. – 31. október verður þing Norðurlandaráðs 2024 haldið í Reykjavík. Þingið fer fram á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Friður og …
Vegna fundar forsætisráðherra Norðurlandanna verða verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli mánudaginn 28. október. Þá verður öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. …
Opinn upplýsingafundur í Tunguseli Skaftártungu mánudaginn 14. október kl. 20:00. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegargerðarinnar og Neyðarlínu verða með framsögu. Hvetjum alla íbúa á svæðinu …
Lögreglustjórinn á Suðurlandi
Hlíðarvegur 16,
860 Hvolsvöllur
Skrifstofa lögreglustjóra er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 15:00 en á föstudögum frá kl. 9:00 til 13:00
Sími: 444 2000
Netfang: sudurland@logreglan.is
Fax: 444 2009
Lögreglustjóri umdæmisins: Grímur Hergeirsson
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið veitti árið 2024 styrki til verkefna sem miða eiga að því að tryggja gerendum og þolendum ofbeldis aðgengi að stuðningi og ráðgjöf.
Forvarnarverkefnið Öruggara Suðurland, sem lýtur verkefnastjórn lögreglunnar á Suðurlandi, hlaut nýverið einn þeirra styrkja.
Styrkveitingin er afar mikilvæg fyrir verkefnið og gerir okkur kleift að þróa það og efla enn frekar í þágu afbrotavarna á Suðurlandi.
Að Öruggara Suðurlandi standa, auk embættis lögreglustjóra; sýslumaðurinn á Suðurlandi, öll sveitarfélögin í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi (14 talsins), HSU og framhaldsskólarnir FAS, FSu og ML.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Til hamingju 🥰
Frá því á mánudag er það helst að frétta af lögreglunni á Suðurlandi, að mikil hláka og vatnsveður olli talsverðum samgöngutruflunum og skemmdum á umferðarmannvirkjum. Meðan á því stóð voru verkefni lögreglu nokkuð tengd því.
Af öðrum málum er að segja að tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir og kærðir fyrir að vera ekki með tilskilin réttindi til aksturs.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur. Þrír fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og í einu tilfelli fundust meint fíkniefni. Einn ökumaður grunaður um ölvunarakstur.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir notkun snjalltækja við akstur, án handfrjáls búnaðar, tveir ökumenn kærðir fyrir að vera ekki með ljósabúnað í lögmætu ástandi og einn ökumaður kærður fyrir að vera með hélaðar rúður við akstur.
Þrjú umferðaróhöpp eru skráð en öll voru þau án teljandi meiðsla á fólki.
Síðustu daga hafa verið settar frekari öxulþungatakmarkanir á vegi og hefur umferðardeild lögreglunnar á Suðurlandi verið með virkt eftirlit með þungatakmörkum. Þegar þetta er ritað hafa tveir atvinnubílsstjórar verið kærðir fyrir brot á reglum um stærð og þyngd ökutækja.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Það hefur verið annasöm vika hjá samfélagslöggunum, með Lúlla löggubangsa í fararbroddi, við að fræða leikskólabörn um mikilvægar umferðareglur eins og um bílbeltanotkun, hjálmanotkun og reglur um gangandi umferð.
Hægt er að fylgjast með forvarnastarfi samfélagslöggunnar á Suðurlandi á Instagram (Samfelagsloggur Sudurland)
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook