Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.
Heimilisfang:
Skúlagata 21
101, Reykjavík
Netfang: rls@rls.is Sími: 4442500
Opnunartími: mán – föst 09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00
Yfirstjórn ríkislögreglustjóra er í höndum ríkislögreglustjóra og sviðsstjóra.
Hlutverk ríkislögreglustjóra er skilgreint m.a. í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Meginhlutverk embættisins er að leiða lögregluna í landinu og standa vörð um öryggi borgaranna.
Ríkislögreglustjóri fer með daglega yfirstjórn lögreglu og almannavarna. samkvæmt lögreglulögum.
Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2021 tekið þátt í verkefninu Græn skref, en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.