Helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi – árið 2024
Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir. Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og …
Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir. Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og …
Brot 33 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík frá mánudeginum 30. desember til fimmtudagsins 2. janúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut …
Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Tilkynning um málið barst lögreglu skömmu …
Lögreglan á Suðurlandi óskar landsmönnum gleðilegs árs, með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Síðustu vikuna hefur verið í ýmsu að snúast hjá lögreglunni á Suðurlandi. Nú síðustu daga hefur vel verið fylgst með ísstíflu í Hvíta við Brúnastaði. Enn er óvissa með framþróun og áfram verður fylgst með. Á vef Veðurstofunnar, www.vedur.is/#syn=vatnafar, er hægt að fylgjast með framvindu.
Sextán umferðaróhöpp eru skráð í umdæminu en án teljandi meiðsla. Færð er með ýmsu móti þessa dagana og því mikilvægt fyrir ökumenn að fara varlega.
Átta ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um vímuakstur, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Níu ökumenn voru kærðir fyrir akstur án þess að hafa tilskilin ökuréttindi. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á vegarköflum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst við bestu aðstæður. Eins og flestir vita er færð ekki alltaf með besta móti og því á slíkur hámarkshraði ekki við í slíkum tilfellum, heldur miklu lægri.
Afskipti voru höfð af fjölda ökumanna og dæmi um önnur brot, sem kært var fyrir, voru ljósabúnaður, akstur án þess að vera með öryggisbeltin spennt og aka með of marga farþega.
Förum varlega á nýju ári.
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil él og frost 0 til 10 stig, en frostlaust við suðvesturströndina. Áfram hægur vindur á morgun og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af...2 CommentsComment on Facebook
Þið eruð snillingur takk fyrir
Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir ánægjuleg, fróðleg og góð samskipti á liðnum árum.
Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir.
Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali frá árinu 2015. Sama á við um eignaspjöll, auðgunar- og ofbeldisbrot, en þau eru öll nálægt meðaltali. Skráðum kynferðisbrotum fjölgar aðeins frá síðasta ári. Þau eru þó fá í heildina og hlutfallslegar breytingar milli ára til fjölgunar eða fækkunar geta því verið all nokkrar.
Umferðarlagabrotum fækkar og eru undir meðaltali. Fjöldi ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er lítillega yfir meðaltali.
Skráðum fíkniefnabrotum fækkar.
Umferðarslys hafa ekki hafa verið færri frá Covid árinu 2020 þegar umferðarþungi féll niður milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðar er umferðarþungi svipaður milli áranna 2023 og 2024 og fækkun slysa því sérstakt ánægjuefni.
Skráð heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.
Tölurnar eru meðfylgjandi.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Blóðgjöf er lífgjöf. ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.1 CommentComment on Facebook
Iceland is a white country