Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Innbrot í bíla – til umhugsunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu …

Hraðakstur á Sæbraut í Reykjavík

Brot 140 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík frá föstudeginum 29. nóvember til mánudagsins 2. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut …

Léleg akstursskilyrði vegna veðurs

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um löggæslu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjósarhrepp. Hjá embættinu starfa rétt um 300 lögreglumenn og tæplega 90 í öðrum störfum.

Starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fjölþætt og skiptist í tvö megin svið; Löggæslusvið og Rannsóknar og ákærusvið. Undir þessum sviðum er svo frekari skipting.

Sími Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000 og hægt er að hafa samband í gegn um abending@lrh.is

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu lögreglustöðvanna á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði, Dalvegi 18 í Kópavogi og á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Opið er frá kl. 8.15-16 í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík, nema föstudaga þegar opið er 8:15-12.

Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is

Ef þú þarft skjóta aðstoð lögreglu hringdu í 112

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.

Reglulega er tilkynnt um innbrot í bíla í umdæminu, en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta enda er jólagjafavertíðin á fullu þessa dagana. Því er full ástæða til að ítreka þessi varnaðarorð. Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður í gangi á meðan skroppið er frá.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.

Reglulega er tilkynnt um innbrot í bíla í umdæminu, en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta enda er jólagjafavertíðin á fullu þessa dagana. Því er full ástæða til að ítreka þessi varnaðarorð. Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður í gangi á meðan skroppið er frá.

3 CommentsComment on Facebook

Takk fyrir ábendinguna

Bara vera með litabombu inni pakkan

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum, einkum í efri byggðum og á Kjalarnesi. Fólk sem er á leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ætti líka að hafa þetta hugfast, en mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld ef spáin gengur eftir. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Sömuleiðis á Kjalarnesi, eins og áður sagði, en þar er varað við leiðindaveðri og færð á milli kl. 16 og 19. ... Sjá meiraSjá minna

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum, einkum í efri byggðum og á Kjalarnesi. Fólk sem er á leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ætti líka að hafa þetta hugfast, en mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld ef spáin gengur eftir. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Sömuleiðis á Kjalarnesi, eins og áður sagði, en þar er varað við leiðindaveðri og færð á milli kl. 16 og 19.

3 CommentsComment on Facebook

Þegar byrjað í Árbænum 😬

Jeij

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi - vitni óskast

Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð, en þær voru allar kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Austurströnd þegar verknaðurinn átti sér stað. Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af. Svo virðist sem hinn óprúttni aðili hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni, en bifreiðarnar, sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum, voru við Austurströnd 2-10.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi - vitni óskast

Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð, en þær voru allar kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Austurströnd þegar verknaðurinn átti sér stað. Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af. Svo virðist sem hinn óprúttni aðili hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni, en bifreiðarnar, sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum, voru við Austurströnd 2-10.

Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is

3 CommentsComment on Facebook

Er engri myndavél beint á bílastæðin? Þetta er svo gremjulegt og rándýrt að láta gera við ææ.

Er þetta ekki dálítið seint á ferðinni hugsanlegir sjónarvottar löngu búnir að gleyma.

Hún Dóra Björt hjá borgini lýsti því yfir á samfélagsmiðlum fyrir nokkru að hana dreymdi um að lykla bíla. Er búið að tala við hana?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram